14.1.2009 | 09:52
Listin að mótmæla
Þetta er sterkur leikur hjá þeim mótmælendum sem hlut áttu að máli á gamlársdag við Hótel Borg og bara sjálfsagt mál. Hitt er annað mál að þetta leiðir huga minn að því hvernig skólakerfi okkar er byggt upp. Í gegnum árin hefur engin áhersla verið lögð á vissa þætti í menntun barnanna okkar. Það stendur skýrt í námskrá að búa eigi börnin sem best undir það líf er taki við eftir grunnskóla, hið svonefnda "fullorðinslíf". Það fer t.d. ekki fram nein markviss kennsla í meðhöndlun peninga eða fjármál almennt, sem mætir þó fólki um leið og það kemur úr skóla og þarf að sjá um sig sjálft. Það er ekkert skrýtið að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um lögmál á markaði og þau hugtök sem notuð eru þar og skilur því ekki hvers vegna við erum stödd þar sem við erum nú, í efnahagslegu tilliti. Þegar ég var í skóla var aðal slagorðið: "Græddur er geymdur eyrir". Ekki er að sjá annað en að sá frasi sé tómt bull, ef við lítum á ástandið eins og það er í dag. Eins má nefna að listgreinar hafa ekki átt upp á pallborðið í skólakerfinu. Börn sem hafa hneigst til lista hafa oftar en ekki þurft, með dyggri aðstoð foreldra peningalega séð, þurft að sækja listmenntun utan hins hefðbundna skólakerfis og þar hefur meira að segja ríkt stéttarskipting, því efnaminni foreldrar hafa ekki haft efni á því að greiða fyrir slíkt nám utan grunnskólans fyrir börnin sín. Gildir þá einu hvort er um tónlistarnám, myndlistarnám, leiklistarnám eða eitthvað annað listnám að ræða. Óumdeilt er að listnám felur í sér marga þá þætti sem mæta munu börnunum þegar út í lífið er komið. Þetta þarf að laga. Að lokum mætti benda á að kenna börnum gagnrýna hugsun snemma, getur hjálpað börnunum að greina hismið frá kjarnanum, þegar komið er út í lífið. Og þá komum við að því: Listin að mótmæla. Það er list sem inniheldur alla þá þætti sem ég hef nefnt hér á undan. Fólk hefði þá betri forsendur til að mótmæla og hefði betri kunnáttu á hverjum þeim þeim málum, sem það væri að mótmæla hverju sinni. Ég hef lúmskan grun um það að sumt fólk hafi stundum ekki hugmynd um, hverju það er að mótmæla. Breytum skólakerfinu okkur öllum til góðs og það strax.
Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki nóg með að menntakerfið á Íslandi vanræki kennslu í meðferð fjárs heldur ýtir það undir óráðssíu. Ég vil meina að skipulag námslána á Íslandi, þar sem námsmenn verða að lifa á yfirdrætti ef þeir byrja í námi án þess að eiga verulegan sparnað, ýti undir slæma meðferð fjárs og kemur fólki á bragðið að eyða í hluti sem það hefur ekki efni á.
Ég vil sjá íslenska námslánakerfið veita stakt lán í byrjun náms sem er að öllu óbundið námsárangri. Með því getur fólk komist hjá yfirdrættinum fyrstu önnina í háskóla. Þeir sem halda rétt á og standa prófin sín geta svo fengið hin venjulegu lán eftir önnina og lifað á þeim áfram og sleppt því að borga bankanum fyrir að leifa þeim að lifa á yfirdrætti.
Anna (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.