Færeyingar enn og aftur

Enn og aftur eru Færeyingar í fararbroddi hvað aðstoð við okkur Íslendinga viðkemur. Því megum við aldrei gleyma. Aðrir virðst draga lappirnar og IMF með alls kyns skilyrði sem við verðum að uppfylla. Hvað varðar hreinsunina í íslenska stjórnkerfinu og fjármálaheiminum, virðist fátt vera að gerast, nema að menn eru uppteknir við að rannsaka sjálfan sig og koma fram með hroka gagnvart þjóðinni. Og Davíð Oddsson situr sem fastast. Líklega límdur við stólinn og mikla sérfræðiþekkingu þarf til að losa hann þaðan. Hana verðum við örugglega að sækja erlendis frá. Hér heima er samtryggingin einfaldlega of mikil. 
mbl.is Lán IMF er ónotað enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Bergur, Mig langar að taka undir orð þín gagnvart vinum okkar Færeyingum þar sem þú segir: Því meigum við aldrei gleyma. Ég hef reyndar alla tíð fundið fyrir vináttu þeirra í okkar garð, var með nokkrum þeirra á sjó í Eyjum í gamla daga. Þeir voru bæði hörku duglegir, og góðir félagar.

Tek einnig undir með þér að það virðist vera lítill áhugi hjá ráðamönnum að taka til i stjórnkerfinu, þó ætla þeir núna að auglýsa Bankastjórastöðurnar lausar til umsóknar( þó sennilega ekki Seðlabankastöður). En þá er spurning hverja þeir ráða, þetta er svo gjörspillt allt saman að maður vantreystir eiginlega öllum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.1.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæll félagi. Ég hef kynnst mörgum Færeyingum og á þau kynni ber hvergi skugga. Spillingin já..... hún er eins velofinn kóngulóarvefur um allt samfélagið.

Bergur Thorberg, 14.1.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband