Dómarar í eigin málum

Nú er að sjá hvort margir mæta á Austurvöll í dag. Ég hvet fólk til að koma og þyngja aðeins á þessum friðsömu mótmælum. Ráðamenn hljóta að fara að skilja að íslensku þjóðinni er alvara. Hún vill breytingar og það strax. Það gengur einfaldlega ekki að fólk sé dómarar í eigin málum. Stjórnvöld, embættismenn og fjárglæframenn hafa komið okkur í þessa stöðu. Það er ekki þeirra að leysa þetta mál. Þetta lið á allt að víkja..... og það strax.
mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Af hverju fær þjóðin ekki að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún greiði Icesave reikningana með allri þeirri fátækt sem þeir kosta okkur eða hvort við hunsum þá með allri þeirri fyrirdæmingu sem það kostar okkur. Aldrei höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins örlögum, og það er lágmark að þjóðin fái að kjósa um þetta. Ríkisstjórnin er með ESB umræðunni að leiða athygli þjóðarinnar frá þessu hrikalega máli.

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Því miður held ég að þeir sem við kusum á Alþingi skilji ekki neitt.

Ef þeir áttuðu sig á stöðinni væru þeir ekki þarna.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.1.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband