Vantar skipstjóra og vana stýrimenn

Þetta er nefnilega málið. Maður sér ekkert fólk inni á Alþingi, sem gæti af röggsemi og heiðarleika tekið við þjóðarskútunni og stýrt henni af strandstað. Það er sorglegt. Maður horfir yfir hóp sem er ofinn saman við fjármálaöflin í landinu og þar er sko samtrygging í gangi. Þó mannaskipti í embætti forsætisráðherra muni ekki hafa áhrif á stöðu íslensku krónunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, þá myndi uppsögn Seðlabankastjórnar hafa einhver áhrif. Það skilur ekki nokkur maður að Davíð skuli enn sitja í Seðlabankanum, nema náttúrulega að hann sé með Sjálfstæðisflokkinn í gíslingu. Eitt stendur þó upp úr: Fólk treystir ekki lengur þessu fólki sem titlar sig Alþingismenn, ráðherrar, embættismenn, "auðmenn"eða bankastjórar. Hagkerfið á Íslandi er í rúst eftir spillingu og getuleysi þessa fólks. Hér krefst íslenska þjóðin grundvallarbreytinga.
mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Held að hér vanti miklu frekar góðan kokk en skipstjóra eða stýrimenn. Þeir verða að hafa eitthvað að éta þessir andskotar....???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.1.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband