Kallpungar flytja heim til mömmu

Þar höfum við það kallpungar! Bæði ég og aðrir eru löngu búnir að spá því, að það er bara tímaspursmál hvenær konurnar taka völdin í samfélaginu. Og þegar kemur að því, þá hefst uppgjörið við kallaveldistímann og einhverjir kallpungar fara illa út úr því, bæði liðnir og lifandi. Vonandi næst þó einhvers konar sátt, sem bæði kyn geta sætt sig við, annars förum við, kallpungarnir, bara heim til mömmu og hún passar okkur.
mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

!

Hlynur Hallsson, 7.2.2009 kl. 12:06

2 identicon

Kærar þakkir fyrir bloggvinaboðið.  Það er mér sannur heiður.  Þar sem þú ert mikið á hvolfi, þá færðu hér eina sléttubandavísu, sem þú getur lesið jafnt aturábak sem áfram.

Kærar kveðjur

Fréttir

Hlýir fingur strjúka streng

stilla, mýkja, fægja.

Nýir kraftar þykkja þveng,

þæfa, storma lægja.

Unnur Sólrún

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: www.zordis.com

kallpungar .... þeir eru nú vinsælir á þorranum en það vill svo sem enginn skarta sínum á stútfullu trogi. Gleðilegan Þorra!

www.zordis.com, 7.2.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Unnur Sólrún: Takk fyrir vísuna. Tær snilld!

Zordís: Þú ert á Spáni. Þú veist ekki hverju íslenskir karlmenn geta tekið upp á á þorranum!!

Hlynur:

Bergur Thorberg, 7.2.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband