Verður áfengi bannað í stjórnklefunum líka?

Það eru nú ekki bara farþegar sem rússnesk stjórnvöld hafa þurft að drösla dauðadrukknum út úr rússneskum flugvélum. Ég hef séð að minnsta kosti tvö tilvik þar sem blindfullir flugmenn hafa verið leiddir frá borði, eftir að hafa sveimað um háloftin í tómu rugli og verið teknir niður með orustuflugvélum. Í beinni útsendingu á CNN. Vodkinn er varhugaverður a.m.k. í Rússlandi. Menn sögðu nú hér á árum áður að rússnesku (sovésku) þjóðinni hefði verið haldið niðri vísvitandi með vodka. Menn hafi einfaldlega verið of sljóir til að mótmæla kommúnistastjórninni í Kreml. Einu sinni fyrir margt löngu flaug ég með Balkan Air og var það mjög skrautleg flugferð. Meira um það síðar.
mbl.is Áfengi bannað í rússneskum flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Með hverju ætla þeir þá að slæva Rússnesku þjóðina núna? - Ekki þó dollurum?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Neip Lilja það eru fullt af götum á gasslöngunum frá Úkraínu. 

Ía Jóhannsdóttir, 20.2.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar stjórnarskipti urðu í Bretlandi þannig að Íhaldsflokkurinn tók við, var  eitt af fyrstu verkum nýja fjármálaráðherrans að lækka opinberar álögur og gjöld á bjórinn og brennivínið. Það voru alltaf fyrirboðar um nýja skatta og nýjar álögur á verkafólk, eldri borgara og barnafólk.

Í Rússlandi var árið 1938 opnuð ríkisrekin bruggverksmiðja sem enn selur vinsælan vodka: Stolicknayja. Þessi vodkategund fæst víða um hinn kapítalíska heim, meira að segja í brennivínsbúðunum á Íslandi.

Sjálfsagt er að banna brennivín í stjórnklefum flugvéla. Ef flugmenn eru með verkkvíða og drykkfeldir eiga þeir að vera kjurir heima og drekka sitt brennivín heima hjá sér en ekki í vinnunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.2.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband