Í von um betri tíð

Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að spilling blasir við víða í íslensku þjóðfélagi eins og kemur að hluta til fram í þessari frétt. Við megum ekki alveg gleyma okkur í Icesave dæminu, þó það sé grafalvarlegt. Spillingin er greinilega út um allt og nýjar fréttir af henni nánast á hverjum klukkutíma sem líður. Það er varla hægt að leggja þetta á eitt þjóðfélag á svo skömmum tíma en þetta er þjóðfélagið okkar og við verðum að leggjast á eitt um að hreinsa almennilega til, í von um betra og heilbrigðara þjóðfélag fyrir okkur öll.
mbl.is Gjaldþrotabeiðni tekin fyrir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband