Íslenskt?..... Nei takk!

Þetta eru skýr skilaboð. Það breytir sem sagt engu þó menn reki stöndugt og gott fyrirtæki, ef það er íslenskt... ja þá geta menn gleymt allri fyrirgreiðslu, alla vega frá Norræna fjárfestingabankanum. Hvers konar hundalógia er þetta? Ég hélt að fjármálastofnanir veittu lán á viðskiptalegum grunni þ.e.a.s. ef þær trúa á framtíð fyrirtækis og möguleika þess til að dafna enn meir, þá veittu þeir lán, enda gott fyrir báða aðila, fyrirtækið og bankann. Halda menn að bankar stundi einhverja góðgerðarstefnu? Þeir eru í bisness til að græða eins og aðrir. Maður á ákaflega erfitt með að skilja svona lagað, sérstaklega þegar það kemur frá "norrænum" vinum okkar, þar sem Íslendingar eru meira að segja í stjórn bankans. Þetta er allt farið að byggjast upp á hræðsluáróðri og einhverju tilfinningasukki, allt vegna þess að fáeinar manneskjur (og reyndar sofandi stjórnvöld), hafa sett restina af þjóðinni í þá stöðu að allt sem tengist Íslandi og Íslendingum er talið vont, svikult og glæpsamlegt. Mikið djö.... bull er þetta og sýnir okkur svart á hvítu hvernig manneskjan getur birst í sinni verstu mynd.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef þær trúa á framtíð fyrirtækis og möguleika þess til að dafna enn meira........

eins og Bretar of hollandingar gerði  gaghvart IceSave til dæmis ?????

(Sorry about my Icelandic....)

Fair Play (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er hræðsluáróður ríkisstjórnar er hundléleg blaðamennska hjá mogganum, þessi banki hefur ekki lánað okkur peninga síðan 2007

Recent loans

  
 
17 Oct 2007IcelandLandsnet hf.Read more
5 Sep 2007IcelandByggðastofnun (Institute of Regional Development)Read more
3 Jul 2007IcelandLánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland).Read more
16 Apr 2007IcelandAkureyri MunicipalityRead more
12 Mar 2007IcelandRARIK ohfRead more
8 Mar 2007IcelandSparisjóður Reykjavíkur og nágrennisRead more

Sjá nánar hér

Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband