Skyldu miðarnir vera ennþá í vörðunni?

Ætli miðarnir okkar strákana (Magga Jóns og fleiri), séu ennþá í vörðunni, þar sem við lögðum þá forðum? Mikið assgoti væri gaman ef þeir fyndust. Manstu ekki eftir þessu Maggi? 
mbl.is Gestir skrifa nafn sitt á Spákonufellshöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Settuð þið miðann í innsiglingamerkisvörðuna efst á Höfðanum? Ég vona að fólk fari ekki að krafsa út Höfðann eins og fyrirsögn fréttarinnar boðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2009 kl. 13:59

2 identicon

Mig minnir að það hafi verið uppi í Spákonufelli. Einhverjar vísur um skátaleiðangur eftir misheppnaða tilraun til að baka brauð á priki upp í Stórhólum.

Maggi

Magnús B. Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Auðvitað Maggi minn. Þetta er ellin. Auðvitað meinti ég Borgarhausinn og ég man vel eftir bakstrinum góða, einhvers konar hveitiklíðsteygjulengjur. Ég er nefnilega ekkert vanur nafninu Spákonufellshöfði.... hann er bara Höfðinn í mínum huga. Hvernig gengur lífið á ströndinni? Ég kem örugglega norður á næstunni. Það er búið að vera á dagskrá nokkuð lengi, of lengi. Þannig að við hittumst væntanlega kæri vin. Ég er sammála þér Axel minn: Ekkert klór og krafs!

Bergur Thorberg, 24.7.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband