"Guð hjálpar þeim sem hjálpast að"

"Upphafið að endinum" segir Barack Obama. Nú gætu Bandaríkjamenn verið að horfa á upphafið á endi samdráttarins. Það er eitthvað annað upp á teningnum á Íslandi. Við gætum verið að horfa á upphafið á kreppunni. Því miður. Landflótti. Eignamissir. Niðurbrotin börn. Framtíðardraumalandið horfið bak við ský...... í bili. Við látum ekki bugast en fórnarkostnaðurinn verður mikill fyrir marga. Auðvitað er efnahagslægð um allan heim. Það gátu menn í raun og veru séð fyrir....... fyrir margt löngu. Hagkerfi geta ekki stækkað endalaust...... það hlaut að koma að því að hlutirnir yrðu að balancerast. Þegar hinn svokallaði þriðji heimur er sjálfur farinn að framleiða meira en svokallaðar nauðsynjavörur og selja þær til Vesturlanda á miklu lægra verði en við höfum átt að venjast, þá hlýtur að hrikta í stoðunum víða. Aukið atvinnuleysi og hagkerfin bólgna ekki út eins og áður. Vonandi nær heimsbyggðin að rétta úr kútnum smátt og smátt, þar með talið Ísland en það kemur til með að taka tíma og margir munu eiga mögur ár framundan. En upp birta él um síðir og í vonina verðum við að halda. Það er þess vegna mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að við leggjum okkur alla fram við að finna nýjar leiðir byggðar á hugviti okkar og þeim krafti sem við vitum að býr með þjóðinni. Og við verðum líka að vera tilbúin að kasta burt gamalli hugmyndafræði og stokka spilin upp á nýtt, blása lífi í nýjar hugmyndir hvaðan sem þær koma og telja kjark í okkar kraftmiklu æsku og búa henni þá aðstöðu, sem gerir henni kleift að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þá þurfum við engu að kvíða heldur getum við hafið endurreisnina á nýjum grunni sem mun leiða okkur til betra þjóðfélags þar sem jafnrétti og bræðralag verður haft að leiðarljósi. Því eins og Þorsteinn Valdimarsson kvað einu sinni: Guð hjálpar þeim sem hjálpast að.
mbl.is „Upphafið að endinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband