31.7.2009 | 19:55
Að eiga til hnífsins og skeiðarinnar
Ekki veit ég neitt um hvernig fjármál Björgólfs Guðmundssonar standa í dag. Eina sem ég veit að hann er gjaldþrota. Það getur ekki verið góð tilfinning að vera gjaldþrota, en það hafa margir Íslendingar reynt og senn munu mun fleiri bætast í hópinn. Það er þó sorglegt að horfa upp á kallinn verða gjaldþrota á þessum aldri og ýmsum hremmingum hefur hann nú lent í fyrr á ævinni. Margt gott hefur hann nú látið af sér leiða eigi að síður og meira en margur annar sem verið hefur í svipuðum sporum og hann. En hann hefur farið geyst eins og margir aðrir og eiginlega einkennilegt að hann hafi fallið í þessa gryfju með alla fyrri reynslu á bakinu. Það læðist nú að manni sá grunur að ungu mennirnir í kringum hann hafi ráðið miklu um hvernig fór, þó að ég geti ekkert fullyrt um það. Aldrei þáði ég sem listamaður neina styrki frá Björgólfi en veit að það gerðu ófáir kollegar mínir. Eini styrkurinn sem ég hef þegið frá íslenska ríkinu út af listastússi mínu, er styrkur upp á 30.000.- kr. sem Kristinn heitinn Hallsson var hvatamaður að, að ég fengi árið 1994. Þrátt fyrir hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni í dag, óska ég Björgólfi og konu hans velfarnaðar í framtíðinni og að þau muni eiga til hnífs og skeiðar , kominn á þennan aldur, en við blasir eigi að síður sú staðreynd að það eru fjölmargir Íslendingar sem eiga ekki til hnífsins og skeiðarinnar í dag og þeim mun fjölga ört á næstu misserum... því miður.
Björgólfur gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Bergur Thorberg
Kaffimálari með meiru. Málar á hvolfi. Enda latur, annaðhvort í kaffi eða á hvolfi. Ennþá á lífi. Öll málverk og myndir af þeim eru vernduð af Myndstefi (copyright by Bergur Thorberg). Ef þið viljið hafa samband með tölvupósti þá er netfangið: thorberg@thorberg.is
Efni
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 386979
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Eldri færslur
- Apríl 2013
- Janúar 2012
- Júní 2011
- Ágúst 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
326 dagar til jóla
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- gunnhildur
- zordis
- gudruntora
- einherji
- andres
- eggmann
- salvor
- birgitta
- eythoringi
- ipanama
- stinajohanns
- ferdalangur
- zoti
- hrafnaspark
- linduspjall
- gragnar
- pirradur
- jogamagg
- nimbus
- tomasha
- totally
- brjann
- stebbifr
- hlinnet
- sifjar
- jax
- gummisteingrims
- hlynurh
- bjarkey
- heringi
- vglilja
- fruheimsmeistari
- kolgrimur
- vefritid
- almal
- holar
- hvala
- siggith
- saemi7
- drhook
- ottarfelix
- dofri
- baldurkr
- sveinni
- ellyarmanns
- gudnym
- hrannarb
- skessa
- theld
- bjarnihardar
- sigfus
- omarragnarsson
- prakkarinn
- sij
- vertinn
- kallimatt
- ingibjorgstefans
- icekeiko
- ea
- eirikurbergmann
- steinisv
- joninaben
- fannygudbjorg
- jakobsmagg
- grazyna
- beggibestur
- oskir
- erla1001
- slubbert
- apalsson
- agustolafur
- hannesgi
- alit
- isdrottningin
- ippa
- gudmundsson
- olinathorv
- leikhusid
- joiragnars
- gudjonbergmann
- jevbmaack
- iaprag
- vitinn
- vinaminni
- helgivilberg
- heidathord
- nanna
- kiddirokk
- jonmagnusson
- heiddal
- eldjarn
- gullistef
- overmaster
- jonaa
- eysteinnjonsson
- joninab
- hogni
- jonthorolafsson
- gudni-is
- ktomm
- rannveigh
- hector
- 365
- braxi
- ravenyonaz
- semaspeaks
- palmig
- skinkuorgel
- bene
- bjorgvinbjorgvinsson
- doggpals
- limran
- kjarrip
- sigurdurkari
- mofi
- amman
- evathor
- hugdettan
- audureva
- thorunnvaldimarsdottir
- dunni
- photo
- ruth777
- steinunnolina
- jullibrjans
- kristinhelga
- venus
- martasmarta
- blekpenni
- einarolafsson
- alla
- ringarinn
- bergthora
- bogi
- gustasig
- larusg
- bjornbondi99
- steini69
- skrekkur
- markusth
- brylli
- sverdkottur
- glamor
- raggipalli
- manisvans
- idno
- gullilitli
- almaogfreyja
- komediuleikhusid
- arnaeinars
- lady
- valdis-82
- hoax
- bifrastarblondinan
- holmdish
- opinbera
- robertthorh
- annapanna77
- gebbo
- godinn
- helgadora
- monsdesigns
- skagstrendingur
- malacai
- jari
- evabenz
- helgafell
- mynd
- turettatuborg
- kristbergur
- ylfalind
- fidrildi2707
- kristinnsig
- krissa1
- kreppu
- gudrunfanney1
- einfarinn
- lillagud
- gruvman
- totinn
- magnolie
- kristbjorg
- lovelikeblood
- sigrunsigur
- asdisran
- must
- bylgjahaf
- siggagudna
- vertu
- liso
- johannahl
- kisabella
- raksig
- peturorri
- himmalingur
- hildurhelgas
- jyderupdrottningin
- mannamal
- sjonsson
- elisabeta
- einaroddur
- fhg
- megadora
- hthmagn
- svavarthai
- thurygudm
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- hreinsamviska
- kreppan
- lucas
- johannesgylfi
- little-miss-silly
- arnim
- stingistef
- annaragna
- arnaringvarsson
- agustg
- taoistinn
- birkir
- gisgis
- gattin
- esgesg
- elinsig
- gelin
- gotusmidjan
- hjordiz
- disdis
- holmfridurge
- minos
- haddih
- krist
- omarbjarki
- pattyogselma
- ragnar73
- sigurbjorns
- svanurg
- savar
- toshiki
- vala
- kermit
- thorrialmennings
Athugasemdir
Hann talar þá bara við fjölskylduhjálpina ef hann er svangur ræfillinn! Enn það er nú sennilega e h gott til á Tórtólu sem hann getur nartað í!
ómar (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 20:04
Þú vorkennir einum af þeim sem kom Íslandi á kaldan klakann!? Held að þú sniffir of mikið af terpentínu gufu þegar þú ert að mála...svei mér þá.
brahim, 31.7.2009 kl. 20:29
Jæja brahim. Er það stytting úr Ibrahim? Kristinn Eiðsson. Þú heldur að terpentínugufa sé að trufla heilastarfsemi mína. Þú heldur já. Samt hefur þú ekki hugmynd um hvort ég nota terpentínu eða ekki. Ég verð að hryggja þig með því að ég nota ekki terpentínu. Svo hugarórar þínir verða að leita á önnur mið til að reyna að skýra skerta heilastarfsemi mína. Kannski eru engin mið sem þú getur leitað á. Hvað veit ég. Ég svara eingöngu svona skrifum ef ráðist er að persónu minni með þessum hætti og góð geðheilsa mín dregin í efa, vegna efnis sem ég "hugsanlega" myndi nota í vinnunni minni. Orð þín dæma sig sjálf. Ekki er ég að ráðast að þér, þó þú sért öryrki. Og ekki veit ég af hvaða völdum þú ert það. Þeir sem búa í glerhúsi ættu ekki að kasta of stórum steinum. Eða ertu vammlaus maður..... "brahim? Þú værir þá fyrsta manneskjan sem ég vissi af, sem það væri. Svo ein ráðlegging í lokin. Ef þér finnst einhvern tíma að þurfi að mála íbúðina þína.... Þá skaltu ráða fagmann í það... og fara sjálfur í langt frí..... því það eru stórhættuleg efni í málningu, sem gætu truflað þína mjög svo heibrigðu heilastarfsemi.
Bergur Thorberg, 31.7.2009 kl. 21:26
Sko Fyrir það fyrsta þarf engin að hafa áhyggjur að Björgólfi og hanns konu. Þessi maður var sá sem smíðaði Icesave,eða gaf fyrirskipun um smíðina. Þetta er glæpamaður af Guðs náð sem við munum ekki sjá í röð hjá fjölskylduhjálpini. Enn þangað munu margir þurfa að leita að hanns völdum. Ef þig langar mikið til að finna eitthvern til að vorkenna Bergur þá skaltu bara velja þér eitthvern úr röðini. Hann Björgúlfur verður ekki þar,ég get lofað þér því.
óli (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 05:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.