Góðir Íslendingar

Það er ennþá þetta með enskukunnáttu ráðamanna. Það er farið að bitna allverulega á okkur Íslendingum að íslenska hefur ekki enn náð fótfestu sem alþjóðlegt samskiptamál í viðskiptum og stjórnvalda á milli. Það stendur kannski til bóta í framtíðinni, því eru Íslendingar ekki bestir í öllu? Ég hélt það.
mbl.is Fjórir ráðherrar breyttu bréfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Getum við ekki þrýst á ESB áður en við komumst inn, að taka upp íslensku sem opinbert skriffinnskumál sambandsins. Það yrði mjög ásættanleg og hlutlaus málamiðlunar niðurstaða fyrir stórþjóðirnar. Sem sökum þjóðarstolts gætu aldrei unað einni þjóðinni að dóminera með sinni tungu. Auk þess gætum við notað rök húmanistans og lærdómsmannsins mikla, fyrsta landkynningarmannsins, Arngríms Jónssonar lærða.

Arngrími tókst með snilli sinni að sannfæra erlenda lærdómsmenn um að íslenska hefðu áður verið töluð um öll Norðurlönd og Þýskaland. Upprunalega stafróf ritmálsins hefði verið rúnir. Sú mýta er ansi lífsseig. Fyrir mörgum árum var ég í hóp norrænna rihöfunda í Svíþjóð ásamt landa mínum. Komum við að bautasteini með rúnaletri og hélt hópurinn að við gætum lesið og þýtt áletrarnar fyrir þau. Við gætum þá tekið upp rúnaletrið aftur.

Ef um þetta væri samið fyrirfram myndi þjóðin örugglega greiða atkvæði með inngöngu í ESB:

Þorri Almennings Forni Loftski, 12.8.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband