The Pot and the Pan revolution... part 2

Er þetta fólkið sem telur sig fulltrúa "fólksins" á Alþingi? Fólk sem setur hagsmuni þingflokksins í fyrsta sæti, hreyfingarinnar í annað sæti og hagsmuni kjósenda í þriðja sæti, á ekkert erindi á þing. Logandi illindi í fjögurra manna hópi kann ekki góðri lukku að stýra. Ömurleg endalok á búsáhaldabyltingunni "The pot and the pan revolution". En eigum við Íslendingar nokkuð betra skilið? Fólk sem ræður ekki við búsáhöld nema í eigin eldhúsi á bara að halda sig þar. Á götum úti og á Löggjafarsamkundunni hljóma þessir pottar og pönnur eins og barið sé í tóma tunnu. Og kröftunum eytt í að berja niður sína eigin samherja. Já völdin og sviðsljósið eru ekki lengi að berhátta mannfólkið, nú frekar en endranær. Kjötkatlarnir eru greinilega girnilegir í augum "borgaranna". Það held ég að sé nokkuð ljóst.
mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Smáborgarhreyfingin var frá stofnun nokkuð kunnug lýðskrumi og lygum. En það er fyndið að þetta lið sem þóttist hafa tekð þátt í svokallaðri ,,búsáhaldabyltingu", eða réttara sagt, janúar uppreisninni er appelsínuliðum tókst að stöðva. Skuli hafa tekist að senda svona erkibjána á þing sem þau kalla ,,þjóðin á þingi." Er það ekki við hæfi?

Það má benda á að það er ekki bylting að skipta um einn stjórnarflokk. Auk þess var ,,búsáhaldabyltingin" fljótlega send á Þjóðminjasafnið.

Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband