Sveittir Alþingismenn

Það er gott að Alþingismenn hafi nóg að gera. Best væri að allir landsmenn hefðu nóg að gera. Svo er því miður ekki raunin. Má þar að mörgu leyti um kenna núverandi og fyrrverandi Alþingismönnum um. Þeir gáfu kvótann, Símann og bankanna með þekktum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í nafni frjálshyggju sem leysa átti allt "dautt" fjármagn úr læðingi. Við vitum alveg hvernig það fór allt saman. Til helv..... Endurreisn samfélagsins gengur hægt og eyjan okkar í norðri er Djöflaeyja í hugum margra erlendra og það verður ansi erfitt að breyta því hugarfari og varla á færi 63 alþingismanna, sem margir hverjir bíða óþolinmóðir eftir að plotta meira í sínum eigin kjördæmum, í stað þess að gefa "Íslandi allt" eins og einvern tíma var haft á orði en virðist ekki vera uppi á borði nú.
mbl.is Lengsta sumarþing í 90 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband