Upplýsingaöldin er runnin upp.... undir fjósbitanum

Það er nokkuð ljóst að upplýsingaöldin er runnin upp. Hið íslenska stjórnvald hefur ákveðið að upplýsa aðrar þjóðir. En ekki sína eigin.  Upplýsingin felst í bréfum sem send eru utan (vonandi engar þýðingarvillur í þeim bréfum)  og  frekari upplýsingar íslenska stjórnvaldsins, eru, (og verða veittar), á erlendri grund.  Ekki á Íslandi..... og vonin um "sameiginlegan skilning" lifir enn í höfði íslensks stjórnvalds..... og ferða- og uppihaldskostnaður íslenskra embættismanna til útlanda og í útlöndum... er skítur á priki, miðað við að bjóða hrægömmum erlendra stjórnvalda... til Íslands. Þar sem allt er svo dýrt. Ekki fyrir alla. Bara fyrir Íslendinga. Þversögn kemur upp á borðið, því fátækir Íslendingar gætu "gefið", hollenskum og breskum hrægömmum og í leiðinni vinum okkar frá Skandinavíu... og embættismönnum sem starfa við alþjóðlega stofnun í Bandaríkjunum... úldinn mat og hræ af gömlum hrútum, sem væru hvort sem er ekki hæfir fyrir næsta þorrablót okkar Íslendinga..... fyrir ekki neitt. Mikil er sú stjórnspeki, sem felst í því, að skipa sinni þjóð að þegja, ellegar éta það sem úti frýs. Bráðlega fá venjulegir Íslendingar lánað í erlendum bönkum, sem einhverra hluta vegna!... eru staðsettir á Íslandi. Ég sem hélt að ég ætti hlut í bankanum mínum..... þar til í dag. Mikil er sök þeirra manna, er meðvitað og ómeðvitað, hafa stefnt að því lengi, að koma Íslandi í eigu einhverra annara en Íslendinga sjálfra. Kannski er eina breytingin sem varð, þegar Íslendingar losnuðu undan maðkétnu mjöli Dana og fleira góðgæti....að hinir mjölétnu maðkar komu ekki lengur frá Dönum.... heldur Íslendingum , sem fært var valdið á silfurfati frá kollegum sínum í Danaveldi árið 1944 og hafa nýtt það vald æ síðan, til að fitna sjálfir eins og púki á fjósbita... vægt til orða tekið. Við Íslendingar ættum nú enn á ný, að búa okkur undir það, að éta maðkað mjöl frá Hollandi, Englandi, Skandinavíu.. Þýskalandi... Bandaríkjunum... og láta eins og ekkert hafi í skorist... eins og við höfum svo oft gert..... undir fjósbitanum.
mbl.is Bréf til Hollands og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband