Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
26.7.2007 | 15:43
Visa og Master fyrir fóstur og látna
Ekki efast ég um hæfni stjórnenda íslenskra banka til að stórauka hagnað fyrirtækja sinna en vil samt benda á eina leið sem gæti flýtt fyrir því ferli.Tveir hópar í þjóðfélaginu borga sannanlega engin þjónustugjöld.Ófæddir og þeir sem látnir eru.Með því að gefa út greiðslukort á fóstur þessarar þjóðar og viðhalda greiðslukortum þeirra sem dánir eru mætti stórauka hagnað bankanna.Að vísu myndu þjónustugjöldin lenda á þeim sem lifandi eru en lengi má á sig blómum bæta.Hugsið ykkur að fæðast í heiminn með greiðslukortið tilbúið í vöggunni og hver veit nema gott sé að hafa með sér debetkortið,Visað eða Masterinn í ferðina löngu sem enginn veit hvar endar.Mér finnst reyndar furðulegt að engum skuli hafa dottið þetta til hugar áður,því það blasir við að þetta er líka þjóðfélagslega hagkvæmt,bankarnir myndu græða meira og þar af leiðandi borga hærri gjöld inn í þjóðfélagið.Margar fleiri leiðir eru til að auka hagnað bankanna en meira um það síðar.Allir sáttir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 07:05
Djúpir dalir og háir tindar
Þekkti einu sinni mann sem kom í dal og leit til fjalla.Sá hann þar fullt af fólki í miðri fjallshlíð og vakti það forvitni hans.Hvað skyldi allt þetta fólk vera að gera?Hann dreif sig upp í fjall og viti menn,fólkið var á kafi í berjamó.Allt var það mjög upptekið við að tína gómsæt ber af ýmsu tagi,krækiber,bláber o.s.frv.Maðurinn ákvað að gera slíkt hið sama og gleymdi sér gjörsamlega við berjatínsluna.Uggði hann ekki að sér,hrasaði og datt,valt niður urðina og grjótið sem var fyrir neðan berjalandið og lenti í jökulánni sem búið hafði til dalinn fagra á milljónum ára.Sökk hann til botns og mætti steinhnullungum undan jöklinum á leiðinni til sjávar.Fyrir kraftaverk tókst honum að komast upp úr ánni og klóra sig upp á bakkann.Blautur og hrár leit hann upp fjallið og sá að fólkið var enn á sínum stað í berjalandinu fagra.Er hann hafði kastað mæðinni og hvílt sig um stund dreif hann sig af stað upp fjallið alveg upp í berjalandið.En það vakti ekki áhuga hans lengur.Allt fólkið var mjög upptekið og berin voru ekki svo gómsæt lengur.Hann ákvað að halda göngunni áfram og linnti henni ekki fyrr en hann var staddur á hæsta tindi fjallsins.Þaðan var víðsýnt til allra átta og landið hans fagra blasti við honum.Hann fylltist undarlegri frelsistilfinningu sem hann hafði aldrei fundið áður.Dvaldi hann þar um stund en gekk svo rólega niður fjallshlíðina,framhjá berjalandinu fagra,áfram niður ,á vit nýrra ævintýra.Eftir því sem ég best veit er hann ennþá haldinn þessari frelsistilfinningu og gengur glaður og ánægður í gegnum lífið,minnugur þess þegar hin gómsætu ber og hin straumharða jökulá tóku næstum hans dýrmæta líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 01:24
Þjóðhátíð 101 Reykjavík
Mikið var ég feginn að uppgötva fyrir stuttu að nú þarf ég ekki að fara á þjóðhátíð í Eyjum.Nú nægir að fara á næsta öldurhús í 101 Reykjavík og þjóðhátíðin er komin þangað.Glaumur og gleði.Múgur og margmenni.Vísdómsorð falla.Söngur og grín.Og allt UTANDYRA! Ægifagur reykur stígur í átt til himinsins og engu líkara en að Siggi Reim hafi tendrað þjóðhátíðarbál við hvurn einasta bar í 101.Maður er staddur í góðum hópi ungra sem aldinna en ekki hef ég nú rekist á Árna Johnsen þar enn.Maður bíður bara og vonar hið besta.Svo er bara skroppið inn í tjald og fyllt á kútinn.Allir sáttir,eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 07:30
Myndlist og morgungleði
Vil endilega hvetja mína elskulegu þjóð til að skoða sýningar þeirra feðga Magnúsar Pálssonar og Tuma Magnússonar en Magnús sýnir nú í Gallerý I8 og Tumi í Safni á Laugavegi.Ótrúlegur kraftur í sýningum beggja.Ekki þarf að fara mörgum orðum um hæfileika og getu feðganna til að rýna í fortíð,nútíð og framtíð og hvernig þeir finna hjartslátt samtímans með tilvísanir í margar áttir.Sjálfur held ég áfram að sletta mínu kaffi á hvolfi þó ýmislegt annað sé í skjóðunni.Meira um það síðar.Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég ræðst inn á blogvöllinn er síðan mín tóm fyrir utan þessar fátæklegu línur en úr því verður bætt innan tíðar.Hætti núna því mín elskulega 17 ára dóttir,Eydís Eva er í margslungnu morgunstuði og reitir af sér brandarana,þannig að fingurnir dansa stjórnlaust um lyklaborðið og mikil hætta á að lítið vit yrði í því sem hugsanlega kæmi hér á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)