Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Góður hópur?

Framlengja láglauna samningja. Láta  lifeyrissjóði okkar borga brúsann, fyrir bankana, það sem upp á vantar. Ef við tórum svo lengi að njóta þeirra. Við beygjum  okkur í duftið, og þökkum fyrir viðskiptin, við ríki og banka. Hverjir ráða yfir lífeyrissjóðunum okkar? Atvinnurekendur og verkalýður.Góður hópur?
mbl.is Æskilegt að framlengja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Garðar

Nú er maður bara farinn að fylgjast með Búlgarska boltanum með áfergju. Garðar er góður knattspyrnumaður. Það er í genunum. Svo á hann dygga stuðningsmenn í fjölskyldunni, sem er lykilatriði ef vel á að ganga. Mæðgurnar eru betri en engar. Og ég reyni af mínum litla mætti að styðja hann líka. Áfram Garðar. Þú getur þetta allt.
mbl.is Garðar með í sigri CSKA Sofia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta reddast

Bloggarar landsins. Tökum krepptum höndum saman og kýlum á'ða. Kannski verður það of seint á morgun. Það er að segja á mánudag. Sunnudagur hefur einhvernig veginn alltaf verið fyrstur í röðinni. Höldum okkur, "í bili", við Drottinn almáttugan. Svo sjáum við bara til hvað setur. Þetta reddast allt saman.... eins og einhver sagði.

Kreppumaður: That's my guy

Hver er það á Moggablogginu sem ritstýrir því, hverjir komast efst á mbl bloggið?, Með stórum myndum af sjálfum sér, nánast daglega? Aldrei er "Ég" þar. Ekki er ég sár og á eflaust ekki skilið að birtast í stóru formi, en mér finnst að Kreppumaður eigi það skilið. Árni og og aðrir mbl. bloggamenn og konur: Kreppumaður á það skilið að verða stækkaður upp, enda hetja dagsins í dag...... og morgundagsins..... svo vonum við bara það besta..... að þetta lagist nú allt...... með tímanum. En Kreppumaður: Hann er maður dagsins. Ferfalt húrra fyrir Kreppumanni: Hann lifi: Kreppa kreppa kreppa kreppa......

Sveiattann

Það ætti líka að banna kínverska blindramma á myndlistarmarkaði og ég tala nú ekki um strigann. Þeir þola ekki hitabreytingar, frameiddir í miklum hita og fluttir út til kaldari landa , þar sem rétt verð skiptir meira máli en gæði og "ódýrubúðaeigendur" græða marga peninga. Þar bólgna þeir út og skreppa saman til skiptis, öllum til ama. Ekki síst myndlistarmanna, sem keyptu þá í góðri trú..... og blankheitum. Skamm.... svo stofna þeir, lífi ungbarna í hættu.. eins og reyndar aðrar þjóðir hafa gert líka... skamm á þær líka. Sveiattann.
mbl.is Melamín finnst í sælgæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sarkozy til Hollywood

Sarkozy ætti að flytja til Hollywood og taka spúsu sína með. Þetta sjónarspil ætti að vekja áhuga Hollýwoodjöfranna svo um munar. Þau ættu að geta haft ofan í sig og á, nú þegar komnar eru 700 milljarðar dollara í bandaríska ríkiskassann. Frá hinum fátæka almúga landsins. Svo hefur ekki gengið svo vel í tónlistabransanum hjá frú Sarkozy, svo það veitir örugglega ekki af erlendum galdeyri í heimilishaldið.
mbl.is Einleikur Frakka gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagkerfið í Alaska

Varaforsetaefni Repúblikana er aumkunarvert. Dregur upp einhver gömul mál um Obama sem hún heldur að hún geti slegið sér upp á. Það er með ólíkindum hvað Repúblíkanar geta verið naívir. Að velja þessa konu sem varaforsetaefni. Það má nú kannski segja henni til hróss, að henni hefur víst aldrei dottið til hugar að heimsækja Ísland og kynna sér hvernig fjármálastarfssemi fer fram hér á landi. Ef hún hefði tileinkað sér þá starfssemi, Þá væri hún nú enn í Alaska, í kuldanum. Ég tek það fram að ég styð kvenréttindabaráttu hér á landi sem annars staðar.


mbl.is Palin ræðst á Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölnismenn bestir í skákinni

Huggun harmi gegn fyrir Fjölnismenn. Þeir myndu ábyggilega taka KRinga í skákinni. Frægur er árangur skólasveitar Rimaskóla um daginn á Norðurlandamóti. Fjölnismenn: Þið hafið staðið ykkur frábærlega í fótboltanum í sumar. KRingurinn ég, óska ykkur til hamingju með það. 
mbl.is Fjölnir með forustu á Íslandsmóti skákfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski kannski kannski

Segðu ekki nei, segðu kannski kannski kannski....... ágætis lag.... svona léttmeti.... eins og stjórn Seðlabankans.....
mbl.is Davíð: Seðlabankar segja sjaldan nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítur reykur á morgun?

Það liggja engar hugmyndir fyrir fundinum, segir Geir Haarde. Þeir ætla sem sagt að láta sér detta eitthvað skemmtilegt á fundinum. Getur Geir ekki bara farið í olíusjóð frænda sinna í Noregi og allt fer á blússandi ferð á ný? Kannski við ættum að kíkja út annað kvöld og vita hvort við sjáum ekki hvítan reyk líða upp í himininn við tjörnina? En auðvitað langar ríkisvaldið að komast í lífeyrissjóðina. Þess vegna er það funda með þessum mönnum.
mbl.is Geir: Langur fundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband