Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Klárlega verðskuldaður sigur

Klárlega verðskuldaður sigur. KRingar voru betri á öllum sviðum. Bjargar alveg leiktíðinni. Nú LOGAR allt í Vesturbænum, eins og vera ber. Til hamingju KRingar. Hamingjuóskir til mín.

KR betri í fyrri hálfleik

KR er klárlega betri aðilinn í leiknum. Spila miklu betri bolta þó sendingar hafi verið ónákvæmar er nær dregur marki. Engin bein dauðafæri hafa verið í leiknum en nokkur góð langskot að marki rétt yfir. Fjölnir getur að sjálfsögðu unnið þennan leik eins og KR, en eiga það ekki skilið miðað við fyrri hálfleik. Við bíðum spennt.
mbl.is KR bikarmeistari í ellefta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Færeyingar

Aumingja Færeyingar. Aldrei mega þeir neitt, nema stundum sjaldan hvergi. Það er ekki nóg með að þeir verði að húka þarna langt úti í hafi í særoki og rigningu, heldur mega þeir ekki dunda sér með sakleysisleg blöð til að stytta langar vetrarnætur. Það er bara skömm að þessu. Við Íslendingar ættum að senda þeim einn farm í snatri. Nóg er víst til af þessu hér. Og sæi ekki högg á vatni.
mbl.is Hald lagt á klámblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir vildu Lilju kveðið hafa

Margir vildu Lilju kveðið hafa. Ég vil líka Glitni! En hef ekki efni á því. Það hefur Róbert Wessman ekki heldur, að ég held. Hann gæti kannski talað við Hollendingana sem voru hjá Davíð (sjá fyrri færslu mína). Þar leynist smá von. Fyrir mig líka.
mbl.is Róbert Wessman vill Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar í viðbragðsstöðu ef Guðjón fæðir

Það er eins gott að það verða læknar viðstaddir á bikarleiknum í dag. Ef Guðjón tæki nú upp á því að fæða meðan á leiknum stendur, þá er eins gott að hafa hraðar hendur í grasinu. Það væri náttúrulega stórkostlegt, að það fæddist nýr KRingur í miðjum úrslitaleik. Það verður erfitt að toppa það. En að alvöru málsins: ÁFRAM KR!
mbl.is Eins og ólétt kona á leikdegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin kreppa á Skorputorgi

Nú er sá tími að renna upp þegar Íslendingar rísa á fætur og kaupa drasl fyrir peningana sína, eða öllu heldur peningana sem þeir hafa fengið að láni. Það er engin kreppa við Korputorg. Nær væri að kalla það Skorputorg. Það er alla vega ekki Krepputorg. Það er annars staðar. Menn vita hvar.
mbl.is Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollenskar skuggaverur

Þetta var þá rétt hjá mér eftir allt saman. Á rölti mínu í miðbænum í vikunni sá ég skuggalega menn laumast út úr Seðlabanka Íslands. Þeir töluðu definitíft hollensku. Nú er komin skýring á veru þeirra þar. Það held ég nú.
mbl.is Hollensk stjórnvöld þjóðnýta bankastarfsemi Fortis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út að borða með Öryggislögreglu ríkisins (ÖRLÖG)

Þetta er kallað að meika það í blómabransanum. Aumingja Michelle, sér það í sjónvarpinu að hún fái blóm í kvöld. Lítið óvænt við það. En Penny is in heaven. Svo sé ég litla rómantík í því að borða kvöldverð með leyniþjónustumönnum og blaðamönnum. Sér í lagi ef maður á brúðkaupsafmæli. En Kanarnir eru svo skrýtnir að þeir fíla þetta sjálfsagt í botn. Ekki vidi ég borða hátíðakvöldverð með konunni og hafa Björn Bjarnason, Örlög (Öryggislögreglu Ríkisins) og DV menn, hangandi yfir mér. Svo mikið er víst.
mbl.is Barack kaupir blóm handa Michelle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla þeir að taka af mér baðolíuna?

Hvað með baðolíuna mína? Hana verð ég að hafa þegar ég geri mig fínan á kvöldin. Ef þeir taka hana af mér, líst mér ekkert á ástarmálin á næstunni. Þó ég eigi nóg af matarolíu, þá gagnast hún mér ekki í þessu.
mbl.is Engin hætta á olíukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kann heldur ekki að mála

Ég kann heldur ekkert að mála myndir. Ég verð líka að finna upp málverkið í hverri nýrri mynd. Að því leyti geng ég óbundinn að hverju málverki fyrir sig en auðvitað liggur eitthvað konsept undir öllu draslinu sem maður hefur í huganum einhvers staðar þegar maður vinnur verkin. Svo komdu sæll Gummi frændi.
mbl.is Guðmundur Andri: Kann ekkert að skrifa bækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband