Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Jólaverslun aldrei meiri en í ár

En skrýtið! Örtröð á dekkjaverkstæðum þegar veturinn skellur á? Þetta hef ég bara aldrei heyrt áður. Alltaf eru blaðamenn að koma manni á óvart. Hvað skyldu þeir koma með næst? Jólaverslun aldrei meiri en í ár? Kaupmenn mjög ánægðir? Hvað veit ég?
mbl.is Örtröð á dekkjaverkstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða stjórnarandstöðu?

Hvaða stjórnarandstöðu? Afdankaðir Framsóknarmenn og frjálshyggjumenn sem þrífast á útlendingahatri? Stjórnarandstaða, sem er leidd af flokki, sem vill helst ekki gera neitt og er á móti öllu? Ekki alveg það sem Ísland þarf á að halda þessa stundina.
mbl.is 18% ánægð með störf stjórnarandstöðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við söknum hagsýnnar húsmóður

Nú vantar Ingibjörgu Sólrúnu í fremstu víglínu. Við söknum hennar og óskum henni góðs bata. Okkur vantar hagsýna húsmóður í baráttuna og lögfræðingar eiga ekki að stýra Seðlabanka Íslands. Sem þar að auki eru í einkastríði við vissa aðila í þjóðfélaginu. Það er nokkuð ljóst.
mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum samstöðu með olíufélögunum

Ég á 1 dollara sem ég geng alltaf með í veskinu mínu. Ég ætlaði að geyma hann og grípa til hans ef syrti í álinn. Ég er alveg tilbúinn að láta olíufélögin hafa hann núna, þau hafa alltaf sýnt svo mikinn heiðarleika í okkar garð og verið góð við okkur. Það er verst að þá tæmi ég gjaldeyrissjóð minn, en hvað gerir það til? Við verðum öll að standa með olíufélögunum. Það er skylda okkar allra.
mbl.is Hætta á að landið verði olíulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsagnafurstar á mbl.is

Á þessi fyrirsögn að vera fyndin? Hrapaði og Brann? Þið fyrirgefið, ég botna ekkert í henni. Sorry.
mbl.is Hrapaði og Brann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi verður barinn og fangelsaður, segir Kreppumaður

Hafi Davíð talað eitthvað um Þjóðstjórn, er það náttúrulega verk forsætisráðherra að þagga það niður. En að öðru: Kreppumaður spáir því á blogginu að Bubbi verði barinn á Austurvelli á miðvikudaginn, fangelsaður og svo gleymi þeir að hleypa honum út. Hvað haldið þið?
mbl.is Var ekki að viðra hugmyndir um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur og Össur bestir

"Súperstjarnan" Guðni Ágústsson, hafði ekkert til málanna að leggja á Alþingi í kvöld. Afgerandi bestu ræður kvöldsins, hingað til, hafa flutt Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Það fer ekkert á milli mála. Og hefur ekkert með flokkspólitík að gera.
mbl.is Vaknið stjórnaraliðar, vaknið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur vill kjósa páfa

Þeir sem eru að horfa á beina útsendingu frá Alþingi, hafa vafalaust tekið eftir blómunum , sem eru fyrir framan ræðupúltið. Er þetta útfararkrans? Var að hlusta á Steingrím J. Sigfússon og hann vill læsa karla og konur inni í Höfða og hleypa þeim ekki út fyrr en hvítur reykur líður upp í himininn. Er ekki Steingrímur að rugla saman páfakjöri og hinni íslensku efnahagskreppu? Íslendingar eru ekki kjósa sér páfa. Íslendingar eru að berjast fyrir lífi sínu í efnahagskreppu sem sjálfkjörnir fjármálapáfar heimsins hafa skapað.
mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli með stórum staf

Hann er sniðugur hann Halli litli. Nú er hann búinn að segja sig á sveitina (borgarsjóð), eftir að vera búinn að vera á ríkinu og tryggja afkomu sína þar næstu þrjú árin og jafnvel lengur, (fékk 60 milljarða í vikunni) . Halli fær núna 395 milljónir í viðbót frá borgarsjóði. Halli brosir, meðan við hin berjumst í bökkum. Það er samt óvirðing við Halla litla, að skrifa nafnið hans alltaf með litlum staf. Það verður að laga.
mbl.is Halli á borgarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiladagar

Krónan er ónýt sem gjaldmiðill. Hlutabréfa gróða undanfarinna ára eru menn að skila í dag, að einhverju leyti. En af því að Davíð Oddsson segir að krónan sé góð, þá er hún góð. Sjá sýnishorn af verki mínu um íslensku krónuna frá 2007, á forsíðunni, hér fyrir neðan.
mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband