Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ólafsævintýrið á enda?

Jæja, þá er Ólafsævintýrinu að ljúka. Það hlaut nú að koma að því. Nú er að sjá hvernig strákarnir spjara sig án snillingsins Ólafs. Það getur tekið tíma að komast á skrið á nýjan leik. En maður kemur í manns stað í handboltanum, þó að það sé ekki raunin í íslenskri pólitík og í Seðlabankanum.
mbl.is Ólafur gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir fuglasöng við fagran læk

Er nóg komið? Davíð Oddsson hefur ekkert með það að gera hvort hér verður mynduð þjóðstjórn eða ekki. Og hann lætur falla ummæli þar að lútandi í krafti embættis síns. Hann getur að sjálfsögðu haft á þessu skoðun eins og aðrir en og viðrað þær prívat, en ekki sem Seðlabankastjóri, og það á obinberum fundum. Er ekki bara kominn tími á aðra bók hjá Davíð? Það væri skárra en þetta. En ef hann tæki þá ákvörðun að skrifa hana í sveitinni undir fuglasöng við fagran læk, þá myndu Sjálfstæðismenn sjálfsagt elta hann þangað til að spyrja Kónginn, hvað væri nú til ráða. Verður aldrei hægt að losna við þennan annars ágætismann úr pólitík?
mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við 2 banka í fyrramálið?

Var verið að hrósa þeim? Var verið að vara þá við? Eða var einfaldlega verið að taka þá teppið? Eins og Hallgrím H forðum? Spyr sá sem ekki veit. Kannski á ég tvo banka í fyrramálið og þið líka. Annað eins hefur nú gerst.
mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið að ykkur stelpur

Jæja stelpur. Nú er komið að ykkur. Hvað ætlið þið að bjóða okkur upp á?
mbl.is Karlmannleg kokkabók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slor í Kauphöllinni

Ekki vissi ég að þeir væru svona brjálaðir í fisk í Kauphöllinni. Ég vissi heldur ekki að það hefði verið flakaður fiskur í Kauphöllinni. En nú er sem sagt útlit fyrir að svo verði á nýjan leik. Ég get ekki skilið orð forstjórans öðruvísi. Ég sem hélt í einfeldni minni að þeir vildu ekkert slor í Kauphöllina. Stjúpid mí.
mbl.is Vilja sjávarútvegsfyrirtæki aftur í Kauphöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tottenham heldur "stóru liðunum" uppi

Nú er það Tottenham sem heldur uppi "stóru liðunum" í fótboltanum. Robbie Keen hjá Liverpool og Dimitar Berbatov hjá Man U. Svoleiðis er það nú. Því getur enginn neitað.
mbl.is Öruggur sigur Liverpool á PSV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múl á græðgina....... No way

Ætlar Obama sér að setja múl á græðgi kapítalisma í Ameríku? Það er barasta óvinnandi vegur. Hreint og beint hlægilegt að honum skuli detta það til hugar og að hann geti fengið almenning til að trúa því. No way.
mbl.is Obama: Almenningur þurfi aldrei aftur að gjalda fyrir græðgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa farið með Halla litla

Það er ekkert að marka þessa menn. Í morgun átti Halli að fá 60 milljarða en nú fær hann bara 56,9 milljarða? Eru þeir búnir að stela 3,1 milljarði frá Halla litla? Hann á það ekki skilið. Það er þó bót í máli að það er reiknað með Halla til ársins 2011. En enn sýna þeir Halla þá lítilsvirðingu að skrifa nafnið hans með litlum staf. Þar verður að verða breyting á. Ef ekki á illa að fara.
mbl.is 57 milljarða króna halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bikar til sölu..... kostar eina.........

Ja nú eru sko Rússarnir komnir á almennilegt flug! Keyptu bara bikarinn! Nú rekur hver fréttin aðra um ríkidæmi rússneskra. Og ekkert kemur manni á óvart lengur. Spænska lögreglan segist hafa hlerað samtal rússneskra glæpamanna, þar sem þessu er haldið fram. Vitiði gott fólk: Ég er næstum því tilbúinn að trúa heila klabbinu. En þið?
mbl.is Segjast hafa keypt UEFA-bikarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markús og Rússarnir

Eins og Markús, innrammarinn minn sagði: Nú er lag að fá Rússana til að koma hingað (þeir eru hvort eð er alltaf á ferðinni milli Rússlands og Venezúela), og taka yfir Keflavíkurflugvöll og láta þá borga milljarða á milljarða ofan fyrir aðstöðuna. Allur efnahagsvandinn leystur og látum þá byrja á að hreinsa til eftir Kanann og byggja fullkomið vegakerfi á Vestfjörðum og auðvitað um allt land. Allir ánægðir (nema kannski bláa höndin), en hverjum er ekki sama um það.
mbl.is Enginn bilbugur á ofurríkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband