Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Herra forseti: Það þarf ekki að færa þjóðinni 1. desember

Þjóðin hefur ekkert með 1. desember að gera , nema sem hvurn annan dag í almanakinu. Ég skil ekkert í Ólafi, sem ég styð að öllu jöfnu, að tala svona, eins og úr sér genginn afdankaður stjórnmálamaður. Nær væri að færa fólkinu jöfnuð og réttlæti, sem virðist hafa horfið gjörsamlega á þessari vegferð okkar, frá 1918. Atburðir líðandi stundar eru talandi dæmi um ójöfnuð og óréttlæti í íslensku þjóðfélagi, sem nær væri að forseti vor beitti sér fyrir, að hyrfi út af borðinu.
mbl.is Færa þarf þjóðinni 1. desember á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðir fiskar fljóta með straumi

Dauðir fiskar fljóta með Straumi. Ég veðja á Landsbankann. Og Björgólfana. Báða tvo. Þeir eru mínir menn, og mér að skapi.
mbl.is Landsbanki sameinast ekki Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga slagsíðu

Klinkið úr hægri vasanum í vinstri vasann. Úr vinstri vasanum í þann hægri. Maður verður að halda jafnvæginu. Maður getur ekki gengið um götur bæjarins með slagsíðu eins og dauðadrukkinn maður. Sérstaklega ef maður er bindindismaður.
mbl.is Straumur eignast hluta Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóngurinn er ekki lengur kóngur, þó hann haldi það sjálfur

Svo lengi sem Davíð Oddsson situr í valdamiklu embætti í íslenska stjórnkerfinu verður Bónusfeðgum ekki vært á landinu. Því miður. Auðvitað vissi Jón Ásgeir að það yrði feigðarför að leggja málin í hendur Davíðs. Hvað er annars lögfræðingur að gera sem Seðlabankastjóri?  Það er ein spurning sem menn verða að svara. Og þessu einkastríði Davíðs Oddssonar við Bónusfeðga verður að ljúka. Það er svartur blettur í sögu landsins.Og........ kostar almenning mikla fjármuni. Kóngurinn er ekki lengur kóngur, þó hann komist upp með það og haldi það sjálfur.
mbl.is Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli litli fær 60 milljarða

Fyrirsögnin hljóðar: "Reiknað með halla á fjárlögum". Jahá, svo þeir gleymdu ekki Halla litla? Ha, Halli litli fær 60 milljarða. Hann á það skilið hann Halli litli, þvílíkur öndvegismaður sem hann er. Það er allt í lagi með upphæðina en þeir gætu nú sýnt Halla þá virðingu að skrifa nafnið hans með stórum staf. Það finnst mér algjört lágmark. Ég segi nú ekki meira en það.
mbl.is Reiknað með halla á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband