Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Glerhúsið og Gordon Brown

Það var og. Gordon Brown er búinn að vera í bullandi vandræðum lengi. Og reynt að fela það með alls kyns klækjum. Sá sem í glerhúsi býr skal ekki kasta steinum. Það gæti hrunið yfir hann fyrr en hann grunar.
mbl.is Bretland sömu leið og Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræðisherrawannabeforever

Það opnar enginn stjórnmálamaður kjaftinn í dag án þess að nefna Davíð Oddsson. Hvað skyldi Davíð hafa meint? Hvað veit Davíð sem við vitum ekki? Ég veit ekki hvað Davíð á við, segja Stjórnvöld. Davíð Oddsson ræður allri umræðu á Íslandi í dag. Hann ræður óbeint yfir ríkisstjórninni og ræður orðið ræðum stjórnmálamanna. Hvers konar endemis rugl er þetta eiginlega? Svo á það að heita svo, að það sé lýðræði á Íslandi!! Burt með þennan einræðisherrawannabeforever. Og það strax. 
mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt hreykir heimskur sér

Hátt hreykir heimskur sér. Unnið á mörgum vígstöðvum já. Það má kannski segja það. VÍGSTÖÐVUM. Og tapað allri virðingu í leiðinni. Heimurinn er ekki samur eftir að hann varð forseti Bandaríkjanna. Þvílíkar hörmungar sem þessi maður hefur skapað, ásamt herskáum pótintátum sínum, sem hafa vaðið fram, blóði drifnir, í taumlausum kapitalisma og stríðsæsingaleik. Mikið verður gott að losna við hann af valdastóli. 
mbl.is Fagnar eigin stjórnarfari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða leikmaður er að gera allt vitlaust hjá Arsenal?

Hver er leikmaðurinn sem er að gera allt vitlaust í herbúðum Arsenal? Eða er þetta bara afsökun hjá Gallas vegna slaks gengis Arsenal? "Stórliðin" eru nú yfirleitt fljót að koma með  einhverjar afsakanir, ef illa gengur inni á vellinum. En gott væri að vita hvort þetta er satt hjá Gallas, og þá hver þessi umræddi leikmaður er.
mbl.is Gallas sviptur fyrirliðastöðunni og verður ekki í hópnum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glapræði já. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Glapræði já. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er nokkuð ljóst.
mbl.is Kosningar væru glapræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illmennið er Íslendingur

Auðvitað verður það að vera Íslendingur sem leikur illmennið. Annað væri ekki trúverðugt. Það segja þeir í Bretlandi a.m.k.
mbl.is Íþróttaálfurinn lét Jackie Chan finna fyrir því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt?

Verður þetta til þess að perrarnir leita enn frekar á náðir internetsins til að níðast þar á börnum og fleirum? Menn sem kaupa sér þjónustu vændiskvenna fara þá bara eitthvað annað, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Jafnvel auknu ofbeldi. Hafa Norðmenn og Svíar hugsað þetta mál til enda? Vændisstarfsemin fer þá hugsanlega enn frekar neðanjarðar og erfiðara verður fyrir yfirvöld að fylgjast með hvað þar fer fram.
mbl.is Norsku banni við kynlífskaupum fagnað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gunnarsson? Hver er það?

Jón Gunnarsson? Hver er það? Aldrei hef ég heyrt neina þingræðu frá honum. Er hann einn af þessum steinsofandi þingmönnum sem hefur vaknað upp með andfælum og er að reyna að komast í sviðsljósið? Lítill Dabbastrákur?
mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallað sjónvarp öðlast nýja von

Þá get ég kannski farið með gallaða sjónvarpið mitt, sem var keypt í BT, og er í ábyrgð, til Haga? Ætla að reyna það.
mbl.is BT verslanir undir hatt Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bál og brandur

Það er allt að fara í bál og brand í ríkisstjórninni. Einhver fýkur á næstunni. Verst er þó að sömu embættismenn fá að sitja áfram í embættum sínum, þrátt fyrir að hafa verið staðnir að afglöpum í starfi. Það má þar telja marga upp. Þið vitið hverjir það eru.
mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband