Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ég verð að afþreyja mig

Þið verðið að fyrirgefa, en "Íslensk afþreying", er eitt allra slappasta og lélegasta nafn á fyrirtæki sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Þvílíkt hugmyndaflug, eða ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að sökkva endanlega í afþreyingarpottinn og drukkna þar? Íslensk afþreying? Eru það allir afdönkuðu amerísku þættirnir sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi í áraraðir. Á útvarpsstöðvum félagsins má bara bjóða upp á efni sem ekki truflar neinn, gjörsamlega flatt. Afþreying? Á maður að líta á fréttir sem afþreyingu? Fréttablaðið? Á það bara að vera afþreying? Tónlistin hjá Senu? Á hún bara að vera diskó, evergreens, rómantískt bull og vitleysa? Vitiði, ég get ekki skrifað meira um þetta. Ég ætla að fara og finna mér eitthvað til afþreyingar. Ég verð að afþreyja mig.
mbl.is 365 verður Íslensk afþreying
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goodwill

Þetta er náttúrulega bara hið besta mál. Auðvitað er þetta líka góð auglýsing fyrir álfyrirtækið. Öðru eins eyða nú þessi stórfyrirtæki í auglýsingar (goodwill), um allan heim. Þetta er líklega bara ódýr en mjög góð auglýsing. Ég samgleðst starfsmönnum álversins. Þeir eiga þetta örugglega skilið.
mbl.is Kreppubónus hjá Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar og Jón Baldvin í hár saman

Þegar spilling ræður ríkjum í þjóðfélagi, þá er það oft svo, að spillingarfólkið sjálft, fer að berjast innbyrðis. Mér sýnist mestur tími spillingarliðsins hér heima núna, fara í að koma sök á hvert annað og hvítþvo sjálfan sig, í staðinn fyrir að hverfa af vettvangi eða alla vega reyna að gera eitthvað af viti (ef það er til staðar), þann stutta tíma sem það fær einhverju ráðið í íslensku þjóðfélagi. Nú eru Jón Baldvin og Ólafur Ragnar komnir í hár saman. Ekki er nú öll vitleysan eins, eins og einhver kerling sagði.


mbl.is Afhending bóka dróst af gildri ástæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senuþjófur

Nýtt nafn á 365 hf? Kannski SENUÞJÓFUR? Eitt er víst: það verður eitthvað frumlegt.
mbl.is Nýtt nafn og stjórn hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónuverkið mitt (Anda inn-- Anda út), afhjúpað í Kringlunni í dag, 20. nóvember kl. 16.00

Ég mun afhjúpa og sýna krónuverkið mitt (Anda inn-- Anda út), öðru sinni í dag, 20. nóvember, kl. 16.00, í Kringlunni 1. hæð. Verkið átti að fara upp á Vetrarhátíð í febrúar, en forsvarsmenn hennar vildu ekkert með það hafa. Það var fyrst sýnt í Reykjavík Art Gallery í byrjun júní 2008. Verkið er gert í september 2007. Stuttur trailer af verkinu hér fyrir neðan.

 


mbl.is Krónunni verði leyft að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór pólitísk yfirlýsing

Nauðsynlegt að vera samstíga.... já já. Þetta er stór pólitísk yfirlýsing. Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde eru ekki samstíga hvað varðar stjórnun Seðlabankans. Hvernig eiga þau að geta verið samstíga, ef annar aðilinn vill Seðlabankastjórn burt, en hinn vill engar breytingar á stjórn Seðlabankans? Er þetta fyriboði um stjórnarslit? Alltaf er Davíð á milli. Samfylkingin hefur lýst því yfir, að Davíð sé alfarið á ábyrgð Sjálfstæðismanna í Seðlabankanum. Þvílík völd sem hann virðist hafa þessi maður í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Þetta er ekkert fyndið lengur og minnir á ástand í svokölluðum bananalýðveldum. Jafnvel verra en það á sumum sviðum.
mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Englendingar mun betri

Englendingar hafa verið mun sterkari aðilinn í leiknum og margir að leika vel. (Carrick, Terry, Defoe, Downing, Upson) og eiginlega bara allt liðið. En Þjóðverjar eru slakir og hugmyndasnauðir. Það hlýtur að breytast í seinni hálfleik.
mbl.is England 1:0 yfir gegn Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt smátt

Ég skal leggja 1 íslenska krónu í púkkið. Margt smátt gerir eitt stórt.
mbl.is Reynt að bjarga verki eftir Titian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seint er um rassinn gripið og óbarðir biskupar bjarga ekki barni sem er dottið í brunninn

Seint er um rassinn gripið og ásakanir ganga á víxl. Hægri höndin (Bláa höndin), veit ekkert hvað sú vinstri hefur verið og er að gera og öfugt. Mikil endemis vitleysa er þetta allt saman. Þetta fólk er ekki starfi sínu vaxið. Ég held að flestir sjái það, nema það sjálft.
mbl.is Hugmynd forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið í tætarann

Ætli handritið hafi farið í tætarann? Nú stendur eftir bara orð gegn orði? Treystu þrímenningarnir ekki samráðherrum sínum? Össur segist ekki hafa haft hugmynd um þetta. Treystir Ingibjörg ekki svila sínum og samráðherra? Svör ráðamanna varðandi þetta mál byrja líka einatt á orðunum: Ég minnist þess nú ekki............að við höfum.... Það var boðað til fundar með stjórnendum viðskiptabankanna en ekki í ríkisstjórn, út af þessu máli! Hvað var og er í gangi? Þetta sýnir svart á hvítu að peningamálastjórn landsins var og er í molum. Vanhæft fólk á öllu sviðinu segi af sér.
mbl.is Handrit Seðlabanka ekki skilið eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband