Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Guðni sjómaður.... skipstjóri á þjóðarskútunni?

Guðni Ágústsson ku hafa opnað umræðu um efnahagsmál á Alþingi í dag. Sagði hann íslensku þjóðarskútuna velkjast um í ólgusjó og framsóknarmenn hefðu raunhæfar leiðir til úrlausnar. Aldrei hef ég haft mikla trú á sjómennskuhæfileikum framsóknarmanna og allra síst að það finnist menn innan flokksins sem stýrt gætu þjóðarskútunni (milli skers og báru). Mér finnst mjög sennilegt að skútan myndi lenda á skerinu eða í túnfætinum á einhverju sjávarbýlinu og sitja þar sem fastast enda leitar hugurinn gjarnan heim þegar gefur hressilega á og þungt er í sjó eins og vanir sjómenn kannast við.

Sporjárnsmaðurinn ófundinn

Ja, þetta kallar maður að koma aftan að mönnum. Og ég er ósammála lögreglunni um að svona áverki sé hættulaus. Það getur ekki verið hættulaust að fá sporjárn í rassgatið(kinnina). En þessir menn tala kannski af reynslunni. Hvað veit ég.
mbl.is Fangi stunginn með sporjárni í rasskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsta lögmálið?

Handalögmál. Ég verð að játa að ég hef aldrei fyllilega skilið merkingu orðsins. Kannski erum við Íslendingar sérfræðingar í að knýja allt áfram með handafli og svo kröftuglega að um lögmál er orðið að ræða. Líti maður hins vegar á íslenska réttarkerfið er þar kannski frekar algert handahófslögmál sem ræður för og sést hvað best í dómum í ofbeldismálum. Það eru ekki allir sem geta notað eða skilja handalögmálið en þá er mikil hætta á að menn lendi í handahófslögmálinu.
mbl.is Handalögmál í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullur á frönsku- franska byltingin

Nú getur maður ekki orðið fullur á sænsku lengur af Absolut vodka. Héðan eftir verður það upp á franskan máta. Drykkjuvenjur breytast væntanlega úr helgardrykkju yfir í dagdrykkju. Hvort er betra eða verra verður bara að koma í ljós. Og kannski lagast frönskukunnáttan, sú sænska er allt í lagi. Ég ætla að panta mér ferð til Parísar til að fullnuma mig í frönskum drykkjuvenjum svo ég geti borið það með sóma að verða Absolut franskfullur, hvar sem ég er staddur hverju sinni. Að vera fullur á sænsku var ekkert svo spennandi þegar maður lítur til baka. Ég vil taka það fram að ég er Absolut ekki fullur þegar ég skrifa þesar lííííííí...nur. En Absolut: Eigið þið góðan dag.
mbl.is Sænskur vodki verður franskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirhuguð ferð....... út um þúfur

Alltaf sama sagan. Ég sem ætlaði akandi gegnum Esjuna og í jarðgöngum alveg upp á Vatnajökul árið 8551. Ég verð víst að fresta þeirri för eða finna aðra leið. Shit maður...............svona fara öll mín plön..... út um þúfur.
mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru bloggarar....hér höfum við verið festir á mynd

Ef þið beinið augunum ykkar marglitu aðeins ofar, þó ekki væri nema eitt augnablik, rétt á meðan þið lesið milli þessara lína, þá er hugsanlegt að þið sjáið ykkur sjálfa stara. Og mig líka. Ef einhver skyldi kannast við mig á því sem blasir við, þá er sá hinn sami, vinsamlega beðinn um að hafa samband. Vegleg fundarlaun í boði.

Þórbergur á undan

Enn og aftur, Þórbergur á undan, og það langt á undan eins og venjulega.
mbl.is Þungaður karlmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu fingur upp til Guðs

Mig minnir að þegar ég var í NY í fyrra að það hafi "bara" verið vísifingurnir tveir sem voru skannaðir. Mér fannst það alveg nóg. Það tók a.m.k. tímann sinn og landamæravörðurinn hélt mér uppi á "kammó" snakki meðan tölvan var að vinna úr upplýsingum um þennan varhugaverða einstakling sem beið þolinmóður eftir því að komast inn í "Fyrirmyndarríkið". Og tölvan sagði OK við Hudson Bay. As I say.
mbl.is Tíu fingur nú skannaðir á JFK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skæruhernaður

Þá er skæruhernaðurinn byrjaður....................................
mbl.is Rændi fartölvu með skærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn verður við barinn biskup

Enginn verður við barinn biskup nema búið sé að byrgja brunninn áður en barnið dettur inn eftir stóran krók fyrir keldu.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband