Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Berbatov er Spursari

Herra Dimitar Berbatov er Spursari fram í fingurgóma og tær. Hann fer hvergi um sinn. Þrátt fyrir peninga auðmanna ýmissa knattspyrnufélaga í hinum ýmsu löndum. Eigendur Tottenham Hotspurs eiga líka helling af peningum, ef það er málið. Málið dautt að sinni.


mbl.is Berbatov gæti farið segir Ramos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Bolungarvík

Ég er nú að fara að leggja mig. Áður en ég geri það, vil ég benda ykkur á athyglisverða bloggfærslu Ólínu Þorvarðardóttur frá í dag. Og athugasemdirnar sem fylgja. Annars vita Bolvíkingar, víkingar sem þeir eru, nánast örugglega best sjálfir, um hvað málið fjallar. Áfram Bolungarvík.

Jökull hét maður

Jökull hét maður. Faðir hans var Jakob. Hefur mér verið sagt. Hann átti syni og dætur. Með móður þeirra. Merkilegir foreldrar og til eftirbreytni fyrir aðra foreldra. (Sumir segja önnur foreldri), kannski vegna þess að börn eru að sjálfsögðu yngri en foreldrar þeirra, en pabbi og mamma hafa stundað ákveðið foreldi, svo börnin geti vaxið upp úr grasinu. Svo birtast börnin í sinni björtustu mynd og gera sitt besta. Öðrum ætla ég það, að dæma um, hvert þeirra hefur málað beinskeyttustu myndina af lífinu. En ég er ekki sammála Elísabetu um að, það, taki 15 ár( í mótun),að útskrifast í fræðum og framkvæmd. Og finnst það engin frétt, út af fyrir sig. Samt man ég töfrana. Það mega allir vera öðruvísi...... hvort sem þeir eru kallar eða konur..... eða.......... . Svo svarar kannski Listaháskóli Íslands fyrir restina. 
mbl.is Má ég vera öðruvísi kona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á fullu kaupi við að drekka bjór

Kannski væri maður núna í sólinni á suður Englandi ef maður hefði rekið augun í þessa auglýsingu. Á fullu kaupi við að drekka bjór. Ekki ónýtt það maður.
mbl.is Á launum við sumblið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefning syndanna

Syndaaflausnir í miklu úvali. Fyrstir koma, fyrstir fá. Aflátsbréf  með 30% afslætti. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Vatikanið. ( Styrkt af Benedikt páfa). Gull er góðum manni betra en betrunarvist, þó svo að vistin væri í öðrum heimi. Batnandi manni er best að lifa. Í guðhræddum anda. Trúarinnar. Vonarinnar og því sem kemur upp á borðið hverju sinni. Amen.

Heiðarleikir

Í gamla daga fór ég oft upp á heiðar. Þetta er enginn hommabrandari. Heiðarnar hafa fylgt mér alla mína tíð. Þess vegna er stundum sagt við mig: "Þú ert heiðarlegur". Og ég sætti mig við það.

Hinn nýi Thor

Novator. Eins og orðið bendir til : Hinn nýi Thor, ( ekki hinn níundi), er aftur mættur við tjörnina. Með fuglum himinsins. Og.... ekki slæmt að Fríkirkjan er á næsta leiti. Það verður gaman í framtíðinni að koma við hjá Thor og..... klappa öndunum... í leiðinni. Heilögum öndum. Undir mávahlátri.
mbl.is Kauptilboði Novator tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bulldóskar sumarkveðjur

Nathasja

Nathajsa Alexandra Undurfríð Presley bað mig um að skila sumarkveðjum til ykkar allra, í tilefni annars dags sumars. Þar sem hún er frönsk aðalsmær af Bulldóskum ættum er hún að sjálfsögðu upptekinn við beinið. Hún er kominn inn í merginn(berginn) og hann bragðast greinilega það vel, að hún hefur öngvan tíma til að skreppa í tölvuna og blogga. Það er mergurinn (bergurinn) málsins. Að sinni.


Sjómannakvæði um vorið og sumarið

Hann sigldi út á sjóinn bláan

Hann sigldi út á sjóinn bláan

Hann sigldi út á sjóinn bláan

Hann sigldi út á sjóinn bláan................

En.. var hann að fá'ann.

En.. var'ann að fá'ann.

 

Þetta er upphafserindi langs sjómannaljóðalags  eftir Berg Thorberg. Ef þið viljið kynna ykkur frh. vinsaml. hafið samband við undirritaðan. Hljóðið er í vinnslu og er væntanlegt innan skamms á síðuna. Fyrir þá sem eru spenntir: Við losum af ykkur treyjuna von bráðar.

 

Fyrirgefið þið elskurnar mínar að klukkan sé orðin tvö fjöruogátta.. að nóttu,... nánast komið að óttu.... en í gær var aðfangadagur sumars og í fyrradag Þorláksmessa sumars... en í dag er  Sumardagurinn fyrsti og við gleðjumst, þrátt fyrir það að hann ryðjist yfir vorið, sem fær ekki að lifa lengur. Það er nefnilega komið sumar. Vorið, sem kom yfir flóann, og mætti mér með vængjaslætti fugla.........Það verður að bíða.... betri tíma.

 

 


Kóngurinn í Danmörku

Danir fylgjast orðið miklu betur með íslenska fjármálageiranum en sínu eigin kóngafólki. Það er af sem áður var. Segja má að íslenskir fjárfestar séu í dag ígildi drottninga, kónga, prinsa og hvað þetta nú allt heitir. Kannski bíða menn eftir því að Björgólfur o.fl. kaupi allar hallirnar og leigi þær síðan út til kóngafólksins gegn sanngjörnu gjaldi? Hvað veit ég?
mbl.is Sagður bíða eftir „brunaútsölu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband