Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Svar óskast

Eru þetta tímamót? Tíminn mun líklega svara þeirri spurningu. Munu þeir sem gleðjast í dag, gjalda á morgun? Og þeir sem gjalda í dag gleðjast á morgun? Er hatrið að ná hremmingartökum á heiminum, sem hann losnar ekki úr? Hvert er næsta skref? Leysir hefnd, hefnd úr læðingi? Leysir friður, frið úr læðingi? Þessum spurningum munu væntanlega svara þeir, sem við, veraldarbúar, kjósum yfir okkur hverju sinni, nema náttúrulega þeir sem fá ekki tækifæri til að kjósa. Þeir svara þá á sinn hátt. Tímamót eða ekki tímamót? Eru frændir frændum verstir? Munu bræður berjast? Nú lýkur þessari spurningakeppni. Hvað finnst þér um það?
mbl.is Fagna handtöku Karadžićs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn. Ný kirkja

Áheit á Strandakirkju eru góðra gjalda verð. Enn er heitið á Strandakirkju. Það vissi ég aftur á móti ekki. Ég hélt hún héti Strandarkirkja en ekki Enn. En fyrirsögnin segir annað. Eins og skáldið sagði:

Á ströndu kúrir lítil kirkja

Kemst þar af með áheitin.

Ef ég færi um það að yrkja

á mig legðist öll sveitin.


mbl.is Enn er heitið á Strandarkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nirfilbylur í nánd

Það er ekki gott að henda reiður á þessum hitabeltisstormum.  Áður en maður veit af eru þeir orðnir fellibylir eða hvirfilbylir, en enda svo oftast sem nirfilbylir á norðlægum slóðum enda orðnir nískir ellibylir sem hrella engan lengur. Megum við Íslendingar þakka fyrir, að þeir rata  ekki hingað norður fyrr en á gamalsaldri. Búnir að blása út á langri leið sinni yfir lönd og höf og verða aldrei hvellibylir aftur.
mbl.is Spáð að hitabeltisstormurinn Dolly verði að fellibyl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellibylur

Bertha fæddist sem hrellibylur á suðlægum slóðum. Síðan skall hún á sem fellibylur. Endaði svo ævi sína á Íslandi sem ellibylur enda búinn að missa allan kraft.
mbl.is „Rofar til síðdegis á morgun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæ aldrei nóg

Hefur Sir Alex ekki nóg með að stýra sínum eigin mönnum? Mér sýnist það nú.
mbl.is Vill að Ferguson stýri ólympíuliði Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naglbíturinn

Smiðurinn hitti naglann á höfuðið, er þeir ræddust við í morgun, í rústunum af gömlu og splúnkunýju steypuhrúgaldi, sem langaði einu sinni að verða blokk. (Það er allt í lagi að láta sig dreyma). Eins og segir í forsíðufrétt NAGLBÍTSINS,í dag: "Hver er sinnar gæfu smiður?". Þar fjallar Bíturinn um það ,hvernig það sé hægt, að skilja eftir rörtöng og hallarmál á víðavangi....... og vera búinn að týna tommustokknum!"? Að sögn blaðsins, er engu líkara en að smiðurinn hafi skilið múrskeiðina, því hann gekk á vegg. Sem nýbúið var að steypa upp. Eins og einn naglhreinsaranna sem var á svæðinu lét hafa eftir sér:"Hvað erum við að gera hér? Ertu að spyrja að því? Við?...... við erum að bíða eftir iðnaðarmönnunum". Þetta er tóm steypa maður. Smiðurinn og naglinn munu að sögn, hittast aftur í haust.
mbl.is Obama hittir Karzai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Helvítis helgi"

Ein helvítis helgin enn. Það er ekkert nýtt á Íslandi. Þarf enga Bandaríkjamenn til að kenna okkur að fara inn í eina helvítis helgina enn.
mbl.is Án svefns í 36 stundir í æfingaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestir í bændabrúnku

Voru þáttakendur í hlaupinu 32? Íslenskir bændur að spreeta úr spori? Það vantar mikið í þessa frétt. Ég er t.d. alltaf fyrstur að drekka úr kaffibollanum mínu, einfaldlega vegna þess að enginn annar drekkur úr honum. En Íslendingar eru náttúrulega bestir í Ermasundum, Tíbetmaraþonum, bændabrúnku, kortanotkun,  you name it.........
mbl.is Íslenskur sigur í Tíbetmaraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreyttur, boginn, bitur, kúgaður...... Íslendingur

Ég er sammála Bubba um að það eru alvarlegri hlutir að gerast á Íslandi en álversframkvæmdir. Sjálfur hef ég ekki verið talsmaður stóriðju á Íslandi og í verkum mínum gegnum árin hefur mátt sjá það. Það sem er alvarlegast á Íslandi í dag er að margir búa hér við fátækt, sem mjög erfitt er að komast úr. Sérhagsmunagæsla er mjög víðtæk hér á landi og hyglar hver sínum sem hefur til þess völd og oftar en ekki í krafti mikils auðs. Auðvitað ríkir visst agaleysi hér á landi og menn eyða um efni fram en það skýrir þó ekki þá sáru fátækt sem margir þurfa að búa við. Fólk festist oftar en ekki í fátækragildrum sem það losnar ekki úr. Þó við lifum við gott heilbrigðiskerfi miðað við mörg önnur lönd, þá er nú ástandið þannig að hinn "almenni borgari" stendur vart undir því að veikjast. Þá hrynur fjárhagurinn og fólk getur engan veginn staðið við skuldbindingar sínar og á fullt í fangi með að eiga í sig og á. Öryrkjar og gamalt fólk hafa árum saman lifað hér sem hálfgerðar afgangsstærðir og verið refsað fyrir það af ríkinu (okkar), að reyna að drýgja rýrar tekjur sínar og jafnvel er hoggið í lífeyri fólks við starfslok. Það ríkir kaos í þjóðfélaginu. Börnin verða afskipt vegna fjarveru foreldra sem vinna myrkranna á milli við að ná endum saman. Þeir sem á meðan eiga að sjá um börnin okkar fá ekki mannsæmandi laun, umönnunarstéttir lepja dauðann úr skel, meiri hluti þjóðfélagsins er að harka til að lifa af, með tilheyrandi þreytu, spennu, streitu og uppgjöf, sem síðan kemur fram í vonleysi og biturð og flótta frá raunveruleikanum. Að eiga þak yfir höfuðið er ekki sjálfsagt mál á Íslandi og fátækum er vísað á leigumarkað sem samræmist ekki kjörum þeirra. Fiskurinn okkar í sjónum er gefinn til séreignar og fótunum kippt undan dugnaðarfólki um allt land. Þannig má lengi telja. Þetta er ekki það sem við viljum að börnin okkar búi við í framtíðinni. Þess vegna segi ég: Styrkjum innviði þjóðfélagsins okkar, okkur sjálf, okkur öllum til hagsbóta. Stuðlum að réttlæti, samvinnu og heiðarleika. Brjótum upp sérhagsmuni og flokkshagsmuni í pólitík, okkur flestum til góðs. Þreyttur, boginn, bitur og kúgaður kennari í skóla, getur haft slæm áhrif á börnin okkar, allt eins og illa unnin álversframkvæmd getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir landið okkar. Við verðum að reyna að kynnast sjálfum okkur og hvert öðru og reyna að draga það besta út úr báðum. Þá erum við á réttri leið.
mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi vera pláss fyrir okkur?

Skyldi vera pláss fyrir okkur á minnsta hóteli heims?

Double wedding


mbl.is Minnsta hótel í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband