Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Peningaþvætti

Aldrei að geyma peninga í rassvasanum! Eða kannski klósettpappírinn hafi bara verið búinn? Líklega hafa nú peningarnir verið þvegnir áður en þeir voru hengdir upp. Það er náttúrulega bara lögreglumál. Peningaþvætti. Annars eru þeir svo frjálslegir í Hollandi, að hún hefur sjálfsagt sloppið.
mbl.is Sumarleyfispeningunum sturtað niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjossi women gold

Ég sá að einn bloggvinur minn hefur birt ljóðið um hann Bjössa á mjólkurbílnum í tilefni þessarar fréttar. Hér birti ég upphaf þýðingar góðs vinar míns á sama ljóði yfir á ensku. Ég borga þér stefið sjálfur Jón minn!

Who drives like lion with the other hand on steering wheel?

Bjossi on the milk car, Bjossi on the milk car.

Who puts the gas pedal in bottom in the first gear?

Bjossi on the milk car........... Bjossi women gold.

Trarararara.......... he Bjossi Bjossi Bjossi women gold.


mbl.is Bíll valt við framúrakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum fá að lesa sigurljóðið....... og öll hin

Þetta er náttúrulega bara hið allra besta mál. Steinn í steininum er skondin yfirskrift þessa framtaks. En eitt vantar í fréttina: Sigurljóðið. Ástand, eftir Ásgeir Hrafn Ólafsson. Það hefði nú alveg mátt fylgja með. Ég vona að þessi ljóð verði þá birt á öðrum vetfangi.
mbl.is Steinn í steininum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri ömmur í lögguna

Ég er sammála Birgi Þór Bragasyni að þýðingar Moggamanna eru dáldið slappar þessa dagana eins og sést ef fréttin er skoðuð á BBC. Féttir af ofbeldi í London eru ógnvekjandi þessa dagana. Ofbeldi á götum úti er hreinlega að aukast víðast hvar í hinum vestræna heimi. Líka á Íslandi. Gleymum því ekki. Í þessu tilviki hefði nú verið gott fyrir lögregluna að hafa ömmuna úr annari frétt dagsins með sér. Hún hefði ekki verið lengi að sópa lýðnum burt. Fleiri ömmur í lögguna. Það er málið.
mbl.is Múgur réðist að lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 + 2 = 5

Eru þetta sjónhverfingamenn? Eða er skortur á góðri stærðfræðikunnáttu í grunnskólum landsins nú að bitna á Bónus? Þetta mál hlýtur að skýrast á næstunni. Við bíðum spennt.
mbl.is Tveir svindlarar á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalfjarðagangaaðferðin

Ég hafði rétt fyrir mér fyrr í dag þegar ég sagði að Sir Alex Ferguson væri í fjölmiðlaleik. Eitthvað varð hann að segja þegar hann átti von á þessum fréttum. Patrice Evra ákærður og  Rio Ferdinand fékk viðvörun. Karlinn básúnaði út í dag að Ronaldo yrði ekki seldur til að róa menn. Það er ekki allt með kyrrum kjörum í herbúðum Man U. Er barátta "stjörnugulldrengjanna" um sviðsljósið og hroki knattspyrnustjórans, að verða þeim fjötur um fót? Hvað haldið þið? Og leitinni að aðstoðarþjálfara er ekki lokið. Þeir misstu mikið þegar þeir misstu Queiros.
mbl.is Evra ákærður og Ferdinand fékk viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samskiptaráðherra. Hvað er það?

Ekki vissi ég að Björgvin G. Sigurðsson væri samskiptaráðherra Íslands. Og hvað felur það embætti í sér eiginlega? Verður að hafa einn samskiptaráðherra svo að ríkisstjórnin geti starfað saman? Eða er þetta einhvers konar PR bitlingur? Ég botna bara ekkert í þessu, því miður.
mbl.is Sænskur ráðherra í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sir Alex í fjölmiðlaleik

Það er eitthvað undarlegt að gerast í herbúðum Man U manna. Ég trúi ekki fyrir fimm aura á þessa yfirlýsingu Sir Alex Fergusons. Hann er ekki búinn að landa Berbatov frá Tottenham og er nú að róa stuðningsmennina með svona yfirlýsingum. Aðstoðarþjálfarinn farinn og ekki er allt sem sýnist hjá Man U þessa dagana. Það á margt eftir að koma á óvart áður en leiktíðin hefst um miðjan ágúst. Sanniði til.
mbl.is Ronaldo verður um kyrrt segir Ferguson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af kórdrengjum og ærníðingum

Reiðhjólaníðingurinn í Danmörku og bílaníðingurinn í Bandaríkjunum eru náttúrulega bara algerir kórdrengir miðað við þennan ærníðing. Heyrði frétt um daginn að einhverjir skipulegðu dýravændi. Maður er bara orðlaus. Ha? Kyndugt samt að búskapur sé stundaður í úthverfi Lundúna? Ég hélt að það væri löngu liðin tíð og allir sauðir væru fluttir inn í sjálfa borgina.

 


mbl.is Breti handtekinn fyrir dýraníð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hákarl á fjórum hjólum

Sannkallaður Hilux Hákarla jeppi. Hraustir karlar aka á hraustum bílum. Hlýtur að vera gott fyrir 20 ára gamlan jálk að fá gúlsopa af hákarlalýsi á hverjum degi. Getur ekki gert honum nema gott. Hákarlajeppinn á sér bjarta framtíð, á fjórum hjólum. 
mbl.is Drýgir dísilolíuna með hákarlalýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband