Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Veðkallakórinn heldur tónleika

Nú er nóg að gera hjá veðköllum landsins. Þessir veðkallar æpa og skrækja allan daginn frá níu til fimm og nokkrir veðkallar hafa heyrst emja og veina á koníaksstofum borgarinnar að kvöldi til. Flestir eru þeir á fjármála hjá bönkunum og fá visst borgað per kall. Hæstu og skrækustu veðköllin eru verðlaunuð með veglegum bónusum. Tíu veðköll á dag koma skapinu í lag hjá.........bankastjórum. Heyrst hefur að bankarnir hafi stofnað veðkallakór sem koma mun fram í hvert skipti sem hlutabréf lækka í fyrirtækjum landsins og lítur út fyrir að nóg verði að gera hjá kórnum á næstunni. Samt hefur heyrst að veðköllin hafi ekki náð eyrum allra þeirra lánsömu manna sem þau eru ætluð, en þeir hafa þá verið staddir úti á tryggingjaþekju og kært sig kollótta.
mbl.is 850 veðköll á þremur vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blönduð tækni á Blönduósi

Var skrattinn nokkuð málaður á vegginn eða var verið að mála yfir hann?
mbl.is Kirkjan dökknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nelson Mandela níræður

Í kvöld ætla ég að fara snemma að sofa svo ég verði hress og endurnærður á morgun. Í fyrramálið flýg ég í dagdraumum til Qunu og heiðra aldinn höfðingja. Hann á allan heiður skilinn sem hægt er að veita í heiminum. Guð blessi Nelson Mandela.

Thorberg sefur

mbl.is Hátíðarhöld í þorpi leiðtogans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáþjóðaleikar

Hafnfirðingum gengur betur en Akurnesingum í  alþjóðlega boltanum. Og þó. Andstæðingarnir eru frá Luxemburg. En Íslendingum hefur alltaf gengið vel á smáþjóðaleikum og í kvöld varð þar engin undantekning á. Ó nei nei.
mbl.is FH lagði Grevenmacher, 3:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki hroki hroki

Þar fór það. Ég sem ætlaði á Ólympíuleikana. Aldrei má maður neitt, nema stundum, en oftast aldrei, nema síður sé. Ég skemmti þá bara skrattanum í staðinn. En í alvöru: Mikið djö.... eru kínversk stjórnvöld hrokafull og úr takti við lýðræðisríki samtímans. Og Ólympíuhugsjónin gamla troðin í skítinn af sömu aðilum. Til skammar........ fyrir Kínverja.
mbl.is Hert eftilit með listamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn látnir Finna fyrir því

Maður getur ekki annað en vorkennt Skagamönnum þessa dagana. Það bæs ekki byrlega eins og segir í fréttinni. Spurning hvort þeir eru niðurbrotnir eftir allt havaríið í kringum þá í sumar? Maður hélt nú að Guðjón Þórðarson gæti rifið upp sjálfstraustið í liðinu en svo virðist ekki vera. Það hlýtur að vera einhver innansveitarkróníka í gangi sem þeir þurfa þá að laga sjálfir. Ég vona að ástæðan fyrir slæmu gengi sé ekki sú, að Gaui sé sár og pirraður yfir því að hafa ekki fengið þjálfarastöðu úti í heimi. Kannski hugsar Gaui of stórt og passar ekki lengur inn í smábæjarfótbolta á Íslandi? Hvað veit ég?
mbl.is 3:0 tap ÍA gegn Honka í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónaukar og veiðikrækjur koma sér vel í boltanum

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth hefur fest kaup á afar öflugum sjónauka og eyðir nú öllum stundum í að skoða Quinton Fortuna, fyrrum leikmann Man U og Bolton. Ipswich hefur aftur á móti náð sér öflugar veiðikrækjur frá Íslandi og ætlar sér að krækja í leikmanninn.
mbl.is Portsmouth skoðar Fortune
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinkast í glerhúsi

Þeir sletta skyrinu skyrinu sem eiga það og kasta steinum í glerhúsi. Það sjá allir sem vilja sjá hver neysluþörf Vatikansins hefur verið gegnum árin. Dálítið óseðjandi. Undir benediktískri blessun.
mbl.is Páfi segir mannkyn með óseðjandi neysluþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnst átta manna maki

Enn og aftur til hamingju Benedikt. En á meðan þú púlaðir yfir sundið Erma, héngu Garparnir vinir þínir í makindum yfir tölvu í Kópavogi og létu fara vel um sig. Þú verður að taka þá í gegn þegar þú kemur heim! Afrek þitt er mikið og stórt og það þarf minnst átta Íslendinga til að leika það eftir. Það kemur í ljós í dag eða á morgun hvort átta manns duga.
mbl.is Sundfélagar fagna Ermarsundshetju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fortíðardraugur í bakspeglinum?

Hefur þessi stúlka eitthvað með bílpróf að gera? Skyldi einhver gæi hafa setið í framsætinu? Það læðist að mér sá grunur. Var hún kannski að missa af vélinni? Eða ætlaði hún að stytta sér leið inn í eilífðina? Og taka þá aðra með sér í leiðinni? Var þetta stóri bíllinn hans pabba eða tryllitæki kærastans? Varla hefur hún verið á flótta undan ímynduðum fortíðardraug? Maður veit þó aldrei. Sumir lifa ansi hratt í dag. Eru ekki á neinum lögregluhraða sko. Hreint ekki.
mbl.is Tekin á 199 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband