Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Bravó!!!

Þetta er mikið afrek og þess verður lengi minnst. Hamingjuóskir til þín og þinna Benedikt Hjartarson.
mbl.is Tókst að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er draugur draugur?

Auðvitað trúa margir Danir á drauga. Sjaldan hefur verið eins reimt í Danmörku eins og á undanförnum misserum. Vart hefur orðið við draugagang í mörgum gömlum rótgrónum dönskum fyrirtækjum, sem einna helst hefur birst í því, að þau eru á einhvern yfirnáttúrulegan hátt farin að sýna hagnað, sem ekki hefur verið uppi á borðinu svo árum skiptir.  Það sem Danir vita aftur á móti ekki er, að draugarnir eru íslenskir athafnamenn í útrás og hafa komið Dönum að óvörum og hrært upp í þjóðfélagi danskra svo um munar. Svona væri aldrei hægt að plata Íslendinga. Íslendingar vita sko hvenær draugur er draugur og hvenær draugur er ekki draugur.
mbl.is Danir trúa á drauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi gengur Liverpool vel í öllum leikjum.............. fram í miðjan ágúst

Afskaplega er það nú gott fyrir Púlara að geta glaðst yfir einhverju..... yfir sumarið. Að hafa betur gegn svissneska liðinu Luzern, er náttúrulega ekkert nema stórafrek. Púlarar reyna, eins og reyndar önnur svokölluð "stórlið", að hædjakka mönnum frá liðum, sem spila í sömu deild og þeir. Svolítið "lack of style". Eitthvað hefur það nú gengið brösulega þetta árið sýnist mér. Ég vona svo sannarlega að þeir vinni sem flesta leiki næsta mánuðinn. Áfram Liverpool...... fram til 15. ágúst. 
mbl.is Liverpool lagði Luzern í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er ein tunna af hráolíu margir lítrar?

Þessar upplýsingar náði ég í á visindavefur.hi.is þeim ágæta vef, og geta þær kannski verið fróðlegar fyrir einhvern. A.m.k. gerði ég mér ekki grein fyrir því nákvæmlega hvað ein tunna af olíu væri margir lítrar og hversu mikið bensín hægt er að vinna úr einni tunnu af hráolíu.

"Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan (olíufatið eða það sem kallast ‘oil barrel’ á ensku) kosti nú svo og svo mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu eða 42 bandarísk gallon eða 35 bresk “imperial” gallon. Trétunnur með þessu rúmmáli voru notaðar undir vín, bjór, viskí og fisk áður en olían kom til sögunnar. Nokkur tími leið þó þar til stærð tunnunnar féll í staðlaðar skorður upp úr 1870. Bretar nota einnig eininguna rúmmetra um olíu en í honum eru 6,29 tunnur. Olía er líka stundum mæld í tonnum
Þó að tunnan sé þannig notuð á sérstakan hátt sem mælieining eru raunverulegar tunnur misjafnar að rúmmáli. Í seinni heimstyrjöldinni var oftast talað um að olíutunnan rúmaði 200 lítra. Olíutunnur sem olíufélögin dreifa nú rúma flestar 205 til 209 lítra en þær eru að sjálfsögðu ekki viðurkenndar sem stöðluð mælieining eins og hráolíutunnan. Í dag er algengast er að olíu og bensíni sé dreift í tönkum eða geymum. Í olíutunnum hér á landi er oftast smurolía sem er notuð á vélar.

Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er hver tunna af hráolíu 42 bandarísk gallon eða 159 lítrar. Með dæmigerðri vinnsluaðferð á einni tunnu af hráolíu fengjust 19 gallon eða 72 lítrar af bensíni. Til að svara spurningunni má segja að rúmlega tvo lítra af hráolíu þurfi til að búa til einn lítra af bensíni.

Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að búa til einn lítra af bensíni.

Magn annarra efna sem unnin eru úr hráolíu er háð sömu þáttum og magn bensíns. Úr hráolíu er auk bensíns meðal annars unnið metan og própan, leysar af ýmsum gerðum, dísilolía og olía til húshitunar, smurolíur, vax og asfalt til malbikunar. Þannig er öll hráolían nýtt og ekkert fer til spillis".



mbl.is Olíuverð heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aron Lennon er Spursari

Auðvitað er Lennon ekkert á förum frá Tottenham. Ekki þegar bjartir tímar eru framundan. Hann á ennþá eftir að sýna sínar bestu hliðar og það gerir hann í vetur. Eins og hann segir sjálfur, þá hefur hann ekkert á móti samkeppni um stöður innan liðsins. Því fleiri góða leikmenn sem Tottenham kaupir, þeim mun betra. Þetta segir hann alla í liðinu vera sammála um og það sýnir að liðsandinn er góður. Þessi góði liðsandi á eftir að skila árangri í vetur undir styrkri stjórn Juande Ramos og Gus Poyet. Ekki orð um það meir.
mbl.is Lennon segist ekki á förum frá Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum eitthvað fyrir götulistamenn

Aumingja Meryl. Að þurfa að sofa eina nótt á bekk í garði! Þarna sjáiði svart á hvítu við hvaða kjör götulistamenn búa. Mínar nætur á bekk hafa nú verið fleiri en ein og fleiri en tvær. Götulistamaður sem ég er. O já já.
mbl.is Meryl Streep svaf undir tré í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæta skaltu bróður þíns

Þetta er ljót saga. Eins og svo margar aðrar frá þessu svæði. Saklaust fólk algerlega háð duttlungum spilltra stjórnvalda og misviturra og heilaþveginna hermanna, sem oft eru vart komnir af barnsaldri. Og heimsbyggðin horfir á, ár eftir ár, hvernig gróðahyggja og heimsvaldastefna ríkustu  þjóða heims, fær að grassera í þessum heimshluta. Hugrekki og manngæska þessa unga Íslendings er til fyrirmyndar. Við biðjum og vonum að sleppi heill á húfi frá þessum hildarleik.
mbl.is „Ég ætti helst að skjóta ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn og ofurfyrirsæturnar

Þá vitum við það með vissu. Ofurfyrirsætur deyja líka. Ég man nú samt ekki betur en að margar ofurfyrirsætur hafi látist gegnum árin, rétt eins og annað fólk. En Mogginn segir að þetta sé sú fyrsta. Moggamenn fylgjast sjálfsagt betur með ofurfyrirsætum en ég. Ég ætla bara að lofa þeim að halda að þetta sé sú fyrsta. Svo er aftur spurningin: Hvað er ofurfyrirsæta? Moggamenn geta örugglega svarað því. Maður bíður bara eftir fyrirsögninni: "Síðasta ofurfyrirsætan er látin". Hún hlýtur að koma, fyrr en síðar.
mbl.is Fyrsta ofurfyrirsætan látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver kemur næst? Neanderdalsmaðurinn?

Ef það eru ekki ísbirnir, þá eru það eðlur. Ef það eru ekki eðlur, þá eru það vogmeyjar. Hvað kemur næst? Neanderdalsmaðurinn? Það er farið að hitna í kolunum. Bráðum verður það hlutskipti okkar að herða að okkur hitabeltisólina. Og þá er hætt við að mörgum verði heitt í hamsi.
mbl.is Eðla á ferð í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakt tækifæri fyrir Íslendinga í frystingu auðæfa

Enn eitt atvinnutækifærið fyrir okkur  Íslendinga. Ef einhverjir kunna að frysta, þá erum það við. Rúbína, demanta, peninga, you name it.. við getum fryst þetta allt hér á landi og svo getum við líka farið í útrás og byrjað í Bandaríkjunum og fryst fyrir þá allar eignir sem þeir vilja láta frysta, eignir einræðisherra, alræmdra hershöfðingja, glæpamanna og byltingarmanna, bara það sem er uppi á borðinu hverju sinni. Það er mun dýrara fyrir Bandaríkjamenn að standa í þessu sjálfir. Við höfum tæknina í þetta. Og framtíðarhorfur í þessum bransa eru sko bjartar. Nóg er af illa fengnum eignum og auðæfum út um allan heim sem mætti frysta og mætti nú segja mér að Bandaríkjamenn sjálfir ættu eitthvað af þeim. Við getum fryst þær líka, en þá vinnum við náttúrulega fyrir aðra. Tækifærin blasa við okkur Íslendingum sem endranær. Það held ég nú.
mbl.is Eignir verða frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband