Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Lykilatriði í listum

Ef maður er í listum er gulls ígildi að hafa góðar manneskjur í kringum sig. Ég tala nú ekki um manneskjur sem hafa vit á peningum. Hérna sjáið eina slíka.

sýning 113

Bandaríkjamenn hvað?

Því var logið að mér endalaust þegar ég var lítill að Rússarnir væru alveg að koma. Svo komu þeir aldrei. Nú þegar ég er orðinn stór eru þeir loksins komnir. Ekki eins og mér var sagt, alvopnaðir og hlaðnir sprengjum, heldur koma þeir fljúgandi með íslenskum þyrlum og akandi á lúxusjeppum. Öll farartæki hlaðin þvílíkum veisluföngum, að annað eins hefur ekki sést í óbyggðum Íslands. Nú flæða rússneskar rúblur um gjörvallt Ísland og lenda í vösum bágstaddra Íslendinga í kreppu. Rússagrýlan hefur breyst í rússneska fegurðardís sem tyllir sér á helgasta eldfjall okkar Íslendinga og skálar þar í vodka við fjallkonuna, fyrir fegurð landsins okkar og höfðinglegum móttökum. Bandaríkjamenn hvað?
mbl.is Með þyrlum í laxveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó þú sért farinn í hundana, er ekki þar með sagt að allt sé farið í vaskinn

Enn á ný opnast viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga í Danmörku. Nú er bara að starta hundahótelakeðju í Danmörku með stæl og blómleg viðskipti nánast örugg. Það er gífurlega mikið um hunda í Danaveldi og Danir þurfa að fara í frí eins og aðrar þjóðir. Ekki fá þeir að hafa með sér hund til Íslands, svo mikið er víst. Ef það er einhver hundur í mönnum, þá láta þeir þetta bara eiga sig, en menn með dýrslega löngun í blómleg viðskipti, drífa sig auðvitað beint til Danmerkur.Og þó þeir fari í hundana, er ekki þar með sagt að allt fari í vaskinn.
mbl.is Hundahótel yfirfull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ertu Egill?

Ég votta þeim sem eiga um sárt að binda eftir þennan jarðskjálfta mína dýpstu samúð. Afleiðingar jarðskjálfta geta verið hræðilegar. Ekki taka mig alvarlega þegar ég segi: Bíddu, var ekki Egill H að gifta sig á grískri eyju um daginn? Þungaviktarmaður sem hann er? Eða voru grísku guðirnir að fagna með Agli og spúsu hans?
mbl.is „Tóku þessu með stóískri ró"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðstu templarar, kapelánar og dróttsetar

Það verður að hrósa bæjaryfirvöldum í Kópavogi fyrir viðleitni þeirra til að fólk mæti edrú á völlinn. Þó það kosti sitt að halda liðinu edrú þá er þeim peningum vel varið. Þetta eru smáaurar miðað við það sem taumlaus áfengisneysla getur kostað þjóðfélagið. Nú mæta bara allir á stúkufund fyrir leiki, eru þar í góðum félagsskap og meðtaka þar góðan boðskap og sverja eiðinn um að neyta ekki áfengis. Svona stúkur ætti að byggja við hvert einasta iþróttamannvirki utanhúss á Íslandi. Þær eru hverrar krónu virði. Og auðvitað mætti ganga lengra og byggja svona stúkur við allar útihátíðir sem haldnar eru á landinu. Mér sýnist ekki veita af því. Þó að byggingarkostnaður færi aðeins fram úr áætlun, þá er ávinningurinn augljós. Og allir sáttir. Sérstaklega æðstu templarar, kapelánar og dróttsetar.
mbl.is Stúkan fór úr 300 milljónum í 870
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá séns

Nú ætla ég að fara að sofa meðan ég man. Þá er líka smá séns að ég muni að vakna í fyrramálið. Góða nótt.
mbl.is Góður svefn getur eflt minnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóm tjara

Þetta finnst mér nú bara tóm tjara. Og hvaðan kemur svo öll þessi tjara? Frá Hollandi? Varla frá Tjörnesi? Annars eru þeir ansi uppátækjasamir Þingeyingarnir. Það er aldrei að vita hverju þeir taka upp á. Það er vel við hæfi að skipið sem flytur tjöruna heitir Bitland. Þessi ósköp af tjöru koma sko til með að bíta vel í land þeirra Vestfirðinga.
mbl.is Tjöru landað á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veraldlegur Tyrki????

Hvað er veraldlegur Tyrki? Ég bara spyr? Eru ekki allir Tyrkir veraldlegir? Og ef þeir eru það ekki, hvað eru þeir þá? Óveraldlegir? Lofttyrkir? Drauga-Tyrkir? Eru Íslendingar veraldlegir, eða eru þeir óveraldlegir? Ég verð að viðurkenna að ég botna bara ekki vitund í, hvað blaðamaður er að meina. Hann getur kannski sent mér línu og skýrt þetta fyrir mér, veraldlegum vitleysingnum.
mbl.is Ákærðir vegna valdaráns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pottþétt hagfræði

Þegar ein ferð á bílnum úr miðbænum upp í Gravarvog og til baka, kostar orðið jafmikið og gott fyllerí, þá er eins gott að detta bara í það og gera sér glaðan dag. Heiðarlegur sem maður er, þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur af bensíneyðslu á meðan. Vakna svo timbraður og þá snertir maður náttúrulega ekki bílinn og strætó græðir á öllu saman. Þetta er pottþétt hagfræði. Og allir sáttir. Nema kannski olíufélögin. Og hverjum er ekki sama um það?
mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki leigubílstjóri.... hik........

Mér finnst nú þessi leigubílstjóri koma mjög heiðarlega fram. Hann var ekki tekinn ölvaður undir stýri, hafði drukkið daginn áður, játar samt brot og var ekki búinn að aka með farþega. Hvað haldið þið að það séu margir sem svipað er ástatt um á ferðinni t.d. á laugardags og sunnudagsmorgnum hér á landi? Telja sig fúllbefæra til aksturs en eru það ekki? Ég er ekki að mæla þessu bót, en maður: Líttu þér nær. Hvaða atvinnu sem þú svo stundar.
mbl.is Drukkinn leigubílstjóri á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband