Pottþétt hagfræði

Þegar ein ferð á bílnum úr miðbænum upp í Gravarvog og til baka, kostar orðið jafmikið og gott fyllerí, þá er eins gott að detta bara í það og gera sér glaðan dag. Heiðarlegur sem maður er, þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur af bensíneyðslu á meðan. Vakna svo timbraður og þá snertir maður náttúrulega ekki bílinn og strætó græðir á öllu saman. Þetta er pottþétt hagfræði. Og allir sáttir. Nema kannski olíufélögin. Og hverjum er ekki sama um það?
mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já planið er að taka strætó á morgun! 

Edda Björk (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband