Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
31.8.2008 | 23:30
Hetjur háloftanna
Hvað verður um alla þessa blessuðu flugmenn, hetjur háloftanna, þegar svo illa gengur um allan heim hjá flugfélögum? Allir eru þeir örugglega vel menntaðir og góðir flugmenn. Ég ætla bara rétt að vona að flugfélög almennt fari ekki að slaka á í örygginu með því að ráða fólk sem hefur ekki eins góða mentun og reynslu, eins og ég veit að íslensku flugmennirnir hafa. Kannski eru þetta ekki allt Íslendingar sem sagt hefur verið upp og gildir það einu.
16 flugmönnum sagt upp hjá Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 22:49
Ekkert Fréttablað á morgun
Svona fór um sjóferð þá. Það er ekki allt gull sem glóir í útlöndum. Fyrir það fyrsta hefði blaðið átt að heita eitthvað allt annað. Enga beina þýðingu úr íslensku. Det gaar ikke. Ikke? En landar mínir voru farnir frá blaðinu fyrir löngu. Og riðu víst ekki feitum hesti í kaupstað. Svo er mér sagt.
Útgáfu Nyhedsavisen hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 22:20
Ég skil ekki alveg.......
Ég skil ekki alveg þessa frétt. Hvernig er hægt að segja öllum að yfirgefa borgina (New Orleans), og setja svo á útgöngubann? Þeir sem óhlýðnast fara í fangelsi. Óhlýðnast hverju? Og er fangelsið inni í borginni? Þessi frétt ruglaði mig alveg en kannski er ég bara svona þreyttur.
Draugabærinn New Orleans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2008 | 21:41
Kílómetrar á klukkustund, metrar á sekúndu, gömul vindstig?
Af hverju er alltaf verið að rugla með þessi hugtök? 220 km á klukkustund. Hvað eru það margir metrar á sekúndu? Hvað eru það mörg gömul vindstig? Er einhver sem getur sagt mér það? Ég nenni ekki að reikna núna en vona svo sannarlega að ekki verði manntjón af völdum Gústafs.
Eyðilegging á Kúbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2008 | 21:10
Skagamaður skorar mark
Botnliðin vinna bæði í dag. Þjálfari Skagamanna skorar mark. Á útivelli. HK komið í einhvern svakalegan gír. Mistök hjá Fylki að reka Leif. Þróttur algerlega þróttlaus. Fjölnir spútnikliðið í íslenska boltanum. Keflavík óstöðvandi. Og verður líklega Íslandsmeistari. Hvað sem Hafnfirðingar segja. KRingar á lyngnum sjó. Og Valsmenn eitthvað að fipast á heimavelli. Það er ekkert íslenskt lið sem sker sig algerlega úr þetta árið.
Skagamenn með útisigur á Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2008 | 20:25
Feitari samningar og skemmtilegra líf
Maðurinn er bara klár. Hann veit sem er, að eftir því sem meira er talað um hann og vitnað í orð hans, þeim mun feitari samningum nær hann og þeim mun betur fær hann borgað. Og heldur sér inni á kortinu. Svo er hann náttúrulega listamaður. Kommon. Maður verður að hafa gaman að lífinu.
Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 19:14
Stórkostlegur árangur Rimaskóla
Þetta er náttúrulega bara alveg frábært. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem nemendur Rimaskóla brillera í skákinni. Það vill nú svo til að ég þekki til eins drengjanna í sveitinni. Hann heitir Jón Trausti Harðarson(Pálmarssonar) úr Lyngrimanum og drengurinn er bara 11 ára!!! Hann er að vinna þarna sér mun eldri krakka og hlýtur að teljast mikið skákefni. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Til hamingju krakkar. Þið eruð stórkostleg. Og til hamingju Rimaskóli. Líklega einn besti skóli á Höfuðborgarsvæðinu.
Rimaskóli Norðurlandameistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 17:45
Hefur ekkert breyst?
Djö...... er að heyra þetta. Hefur þetta ekkert breyst? Gamla Sovét í aksjón. Er mafían og lögreglan eitt og það sama í Rússíá? Ja, maður verður kannski að fara að passa sig á blogginu? Heimurinn er orðinn svo lítill og allir vel tengdir. Hið versta mál. Úfffffffff.......
Lögregla skaut eiganda vefseturs til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 13:30
Vinnur Tottenham Chelsea?
Staðan 1-1 í hálfleik. Tottenham byrjaði mjög vel en Chelsea fór í gang eftir 15-20 mínútur og stjórnaði leiknum og það endaði með frekar ódýru marki frá Beletti. Tottenham jafnar eftir mistök í vörn Chelsea á síðustu mínútu og var Bent þar að verki. Var þetta á móti gangi leiksins. Nú er bara fyrir Tottenham að klára þetta á útivelli og sýna hvað í þeim býr. Þetta er ekki búið. Enginn Berbatov sjáanlegur.
Tottenham krækti í stig á Stamford Bridge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 11:20
Gamlar tuggur
Mamma Mia!!! Stikkan Andersson snýr sér við í gröfinni þegar hann heyrir þetta. Hann væri kominn með eitthvað nýtt og ferskt á markaðinn. Ekki alltaf sama gamla tuggan. Við Íslendingar erum náttúrulega snillingar í eftiröpun og gömlum tuggum. Sumir listamenn á Íslandi gefa sig út fyrir að vera "orginal", en eru svo með erlent efni og gamlar tuggur í höndunum. Og flestir sætta sig við það. Mamma Mia.
Mamma Mía! þvílíkur fjöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)