Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
13.8.2008 | 20:06
Villuráfandi sauðir
Liverpool hefur ekki átt mikið í leiknum enn semkomið er. Þeir líta út eins og villuráfandi sauðir inni á vellinum. Líklega væri sanngjarnt að staðan væri 2-0 fyrir Standard. En við spyrjum að leikslokum.
Reina varði vítaspyrnu fyrir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 17:26
Frjálslynt framsóknarfrumkvæði
Það er með ólíkindum hvað menn eru tilbúnir að gera fyrir völdin. Frjálslynt framsóknarfrumkvæði!! Hitt er annað mál, Ólafur má hætta mín vegna. Átti ekkert erindi í borgarstjórastarfið í upphafi. Hann hefur ekkert umboð borgarbúa lengur.(1%). Að öðru leyti nenni ég ekki að kommenta á þessa borgarstjórnarvitleysu lengur. Úffffffffffff.......
Frumkvæði frá Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 15:27
Þoldi ekki meira
Var ekki byggingin hönnuð og byggð eftir stöðlum Evrópusambandsins? Ég bara spyr? Kannski hefur loftið verið svo lævi blandið að það hefur ekki þolað álagið. Hvað veit ég?
Hluti loftsins í Evrópuþinghúsinu í Strassborg féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 14:36
Silfur silfur, seg þú mér: Hvar er þig að finna?
Gull og silfur. Það er það sem fólk skilur. Almennilega. Nú eru menn á eftir silfrinu. Það hvarflar ekki að mér að menn séu hér að auðga menningarsögu Íslendinga. Það er silfrið sem þeir vilja komast í. Silfur hefur í gegnum tíðina haft mikinn aðdráttarkraft. Það getum við lesið um í píslarsögu Krists. Þessi sjóður Egils hefur fundist fyrir löngu og honum komið í verð einhversstaðar í Evrópu. Og sá sem fann hann, hefur náttúrulega ekkert verið að gaspra um fundinn. Heldur flýtt sér úr landi og komist í álnir, einhversstaðar í Evrópu þess tíma.
Grafið á slóðum Egils | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 13:38
Ekkert slor
Kannski fjölgar spænsku þjóðinni í leiðinni. Vestfirskt víkingablóð rennur kannski bráðlega um æðar ungs Spánverja? Ekkert slor það. Ónei.
Ástarvika höfðar til Spánverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2008 | 14:11
Blindfull tjaldstæði og yfirfullir tjaldbúar
Betri eru yfirfull tjaldstæði en blindfullir tjaldbúar. Það segi ég.
Tjaldstæði yfirfull í Húsafelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.8.2008 | 13:13
Enginn valtari til Hafnarfjarðar
Heimir Guðjónsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Aston Villa valti yfir hann og FH. Aston Villa notar ekki valtara til að vinna sína leiki. Þeir nota höfuðið og fæturna.
Látum ekkert valta yfir okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2008 | 12:42
Hvert þó í fljúgandi franskt.....
Maður þarf að fara að huga að réttindum sínum gagnvart allskyns flygildum, sem í tíma og ótíma fljúga hér yfir Grettisgötunni. Kannski flýgur Sarkozy sjálfur hér yfir bráðlega og þá er eins gott að vera vel undirbúinn og hafa alla pappíra í lagi. Hvert þó í fljúgandi franskt....... kemur ekki frönsk herþota fljúgandi...... þvílík ósvífni.......
Flaug yfir hús forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 11:48
Súperman og pillurnar
Ég sit sallarólegur í sófanum með snakkið mitt og gosið. "Ég sé að þú ert búinn að taka pilluna þína elskan", heyrist í konunni, þegar Súperman flýgur upp úr sófanum, eldar matinn á nótæm, vaskar upp, smellir í nokkrar þvottavélar og ryksugar og skúrar, allt í leiðinni. "Viltu ekki taka aðra elskan?", segir frúin og lítur í átt að svefnherberginu. "Búinn að því". "Ég ætla að skreppa á barinn elskan, ég er orðinn eitthvað svo slappur í rassvöðvunum". " Það er ekkert sem jafnast á við það, að sitja í makindum með bjórinn sinn og horfa á bumbuna hverfa og vöðvana vaxa". "Sjáumst á eftir".
Líkamsrækt í töfluformi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)