Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlýtur Óskarinn!

Tilkynnt var nú fyrir stundu að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefði hlotið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í tragikómedíunni "Ráðhús Reykjavíkur..... The endless story. Við óskum Íhaldinu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur sem hlýtur að virka hvetjandi fyrir þá sem leggja hart að sér á hverjum degi að brugga  launráð og leggja jafnvel feril sinn í stórhættu í bílakjöllurum og brunastigum.
mbl.is Hanna Birna og Óskar á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villan eykst

Villan í Hafnarfirði hefur aukist um eitt markbil enn á ný. Hafnfirðingar eru sveittir við viðgerðir þessa stundina. Nánar síðar.


Villa í Hafnarfirði

Það er einhver kerfisvilla í gangi í Hafnarfirði þessa stundina. Hafnfirðingar sem eru svo miklir snillingar hljóta að verða fljótir að leiðrétta þessa villu sem hefur fengið vinnuheitið: Mínus 2 mörk. Nánar að þessu síðar. Jú villan er alvarlegri en menn héldu í byrjun. Hún hefur fengið vinnuheitið Mínus 3 mörk. En Hafnfirðingar eru alvanir að leiðrétta svona villur svo hún verður örugglega leiðrétt innan skamms. Sko vissi ég ekki. Nú er villan á hinu svokallaða Mínus tveggjamarka stigi enn á ný og viðgerð stendur yfir á fullu.
mbl.is FH - Aston Villa, 1:4, leik lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villir hann? Stillir hann?

Ólafur vill. Ólafur vill ekki. Ólafur veitir ekki viðtöl í dag. Kannski aldrei. Ólafur er inni. Eða kannski er hann úti. Allt meðan skátaflokkur Sjálfstæðisflokksins í borginni brallar með misheppnuðum spunameisturum í bílakjallara Ráðhússins. Nú þegar Framsóknarmenn eru einnig mættir í kjallarann gætu þeir kannski rætt fatamál eða bara bílamál. Ég ætla að fara í sund eða stendur nokkuð til að leggja niður sundlaugarnar? Ég hef greinilega ekki hundsvit á Borgarmálum enda aldrei boðaður á leynifundi í musteri valdsins við Tjörnina.
mbl.is Bera til baka fréttir um Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfinn neðanjarðar

Bíða framsóknarmenn bara eftir tilboði? Mér finnst að það ætti að setja þessar örfáu framsóknarsálir sem enn eru í borginni okkar við sundin blá á uppboð, og við getum þá komið með tilboð í þær. Þær geta svo hafnað því eða tekið. Ef þið viljið ræða þetta frekar getið þið talað við aðstoðarmann minn, því sjálfur er ég víðs fjarri. Sérstaklega þó ef það eru borgarmál sem fólk vill ræða. Þá er ég horfinn neðanjarðar.
mbl.is Óvissa um meirihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrútakukl á Ströndum?

Hrútarnir eru væntanlega ekki spurðir, hvort þeir vilji láta þukla á sér? Eða hvað? Kannski fíla þeir það í botn. Það vaknar líka spurning um hvort hrútaþuklararnir fíla þetta í botn? Það virðist vera, því samkvæmt fréttinni eykst aðsókn að Meistaramóti í hrútaþukli með hverju árinu sem líður. Næsta skref hjá Strandamönnum hlýtur að vera að keppa í hrútakukli og sú keppni verði þá að sjálfsögðu haldin í Draugasetrinu á Hólmavík. Örugglega algjört sökksess!! 
mbl.is Keppt í hrútaþukli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bundin við snúrustaura

Ja ljótt er að heyra. En ég man nú eftir því að íslensk börn voru bundin við snúrustaura úti á bletti og haft var mátulega langt í bandinu svo barnið færi nú ekki of langt. Þannig fannst foreldrum þess tíma gott að hafa það, til að kaupa sér smá frið frá ólátabelgjum!! Þetta var ekki í Búlgaríu. Ó nei. 
mbl.is Hlekkjaður við vaskinn á meðan foreldrar voru í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Down to earth

Jæja, þá erum við komin niður á jörðina aftur. Ekki það að Íslendingar hafi leikið illa, vörnin var í lagi, markvarsla þokkaleg en mikið af misnotuðum dauðafærum. Og enn og aftur, þegar Ólafur Stefánsson á ekki sinn besta dag, ja þá er eins og allt liðið hökti. Dómarar leiksins voru arfaslakir. Að vísu er ekki létt að dæma svona leik, hraði Kóreumanna er slíkur að ekki er alltaf gott að fylgjast með öllu. Kóreumenn voru lúmskir og dómararnir féllu oftar en ekki í þá gildru að dæma þeim í hag. En þetta er bara rétt að byrja og allar líkur á því að við komumst áfram. Ó jájá.
mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gangi þér vel Ólafur....... í öðru starfi......

Já já. Borgarbúar almennt eru líka búnir að fá nóg af þessari vitleysu. Nú gengur strætó ekki lengra. Hann er kominn á endastöð. Hvernig einn maður, með nánast ekkert fylgi á bak við sig, getur truflað eðlilega framvindu í borgarmálunum, er náttúrulega bara hneyksli, móðgun við lýðræðið og mál að linni. Ólafur hlýtur að geta fundið sér annað að gera. Við óskum honum velfarnaðar og velgengni í öðru starfi.
mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta það sem koma skal?

Með endemum leiðinlegur leikur. En Standard miklu frískara og  líklegra til að skora. Stjörnurnar Torres og Keane sáust ekki í leiknum frekar en aðrir leikmenn Liverpool. Benitez verður eitthvað að taka til í sínum búðum, nú þegar leiktíðin er að hefjast. Annars mun fara illa fyrir Liverpool. Mér finnst liðið ekki líklegt til mikilla afreka á komandi leiktíð. Sorry.
mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband