Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hvort er betra í vasa: Kaupþing eða silfur Egils?

Ef silfur Egils fyndist nú í uppgreftrinum sem nú á sér stað í Mosfellsdal, eiga þá ekki Borgfirðingar og Mýramenn tilkall til þess? Ég hefði nú a.m.k. beðið fram eftir hausti með að afhenda Kaupþingi SPM. Að silfrinu fundnu væru aðstæður allar breyttar og bjart, ekki bara yfir SPM, heldur Borgarfirði öllum. Hugsið ykkur nú ef silfur Egils kæmist í hendur þeirra Kaupþingsmanna? Það silfur yrði fljótlega notað sem skotsilfur annars staðar, sanniði til.
mbl.is Eignast meirihluta í SPM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjötkatlarnir kalla, ég kem og sinni þeim

Hvers vegna eru menn að leggja lag sitt við fólk sem er alltaf að svíkja þá? Gabbaður, blekktur, svikinn. Og í ofanálag orðið fyrir skipulögðu einelti? Kjötkatlarnir kalla, ég kem og sinni þeim. Ég veit ekki hvort eða hvernig, eða hvenær ég kem heim. Svo stendur auðvitað eftir sú spurning: Hver er að svíkja hvern? Gamla sagan um flísina og bjálkann. Allt í lagi að rifja hana upp......... fyrir suma....finnst mér.
mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hristi af mér meiðslin og geng heill til skógar

Hrakfallabálkurinn ég hef oft meiðst, rifbrotnað, handleggsbrotnað, tognað og hruflað mig á hinum ýmsu stöðum. Allt hefur þetta nú gróið með tímanum en að ég gæti hrist af mér meiðslin hafði ég ekki hugmynd um og enginn læknir hefur tjáð mér að þetta væri hægt. Ef ég meiðist í framtíðinni (7-9-13), þá ætla ég bara að hrista af mér meiðslin og ganga síðan heill til skógar (ef ég finn einhvern góðan skóg), með ostakörfu og rauðvín og njóta lífsins og tilverunnar. Að manni skyldi ekki vera sagt þetta fyrr!!!! Þá hefði þetta nú allt orðið léttara, maður lifandi. 
mbl.is Gerrard hefur hrist af sér meiðslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan af blekkingunni miklu og kjötkötlunum

Hvað eru svona menn að gera í pólitík? Auðvitað vita allir að Sjálfstæðismenn hafa verið tilbúnir til að teygja sig ansi langt til að ná völdum í borginni og hafa verið plottandi út og suður síðustu misserin. Allir nema Ólafur. Þetta er bara yfirklór og Ólafur sjálfur verið drjúgur í því að hygla sínum og engum hefur dulist hans brennandi þrá til að komast að kjötkötlunum. Nú er svo sannarlega tími fyrir herra Ólaf að snúa sér að öðru því hann hefur örugglega marga kosti sem gætu nýst mun betur annars staðar en í borgarmálunum í Reykjavík. Hans tími í borgarpólitíkinni er einfaldlega liðinn, hafi hann þá einhverntíma runnið upp.
mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla bekkjarástin mín

Flottur bekkur maður! Væri til í að bekkja þennan maður! Bestur í sitjandi stellingu. En það var svo sem flott líka í sjúkrarúminu, ég segi það ekki. Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti fallegri bekkjarást. Botna bara ekkert í því.
mbl.is Ýmislegt reynt til þess að fá fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankadeildin---- sú sterkasta í heimi

Undir þennan samning hefur náttúrulega verið skrifað strax í flugvélinni á leiðinni til Birmingham í gærkvöldi. Það er ekki á hverjum degi sem miðlungslið úr ensku úrvalsdeildinni vinnur svona frækilegan sigur á útivelli eins og raun varð á í gær. Allir þekkja styrkleika FH liðsins og þessi sigur Aston Villa mun bera hróður félagsins víðar en nokkurn getur órað fyrir. Allir sem þekkja eitthvað til í knattspyrnuheiminum vita að Landsbankadeildin er ein sú sterkasta í heiminum í dag og ekki á allra færi að sigra toppliðið í þeirri deild og það á útivelli. Fyrir það var Agbonlahor launað í gær.
mbl.is Agbonlahor með nýjan samning við Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marsibil dansar ekki með!

Marsibil dansar ekki með! Nú fer þetta að verða spennandi aftur. Hver tekur þá sæti sem varamaður Óskars ef með þarf? Ja hérna hér. Var þetta ekki svona líka hjá Ólafi? Og hvernig fór fyrir honum? Borgarsirkusnum er hvergi lokið. Það er næsta víst, eins og einhver góður maður sagði einhvern tíma
mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur taki pokann sinn

Borgarbúar finni fyrir festu í stjórn!!!!! Höfum við ekki heyrt þennan áður? Villi? Ha? Hvar hefur festan verið undanfarin misseri? Við viljum vinna að góðum verkum og sýna festu í stjórn borgarinnar!! Gamall Íhaldsfrasi! Vilhjálmur ætti að vera farinn út úr borgarmálunum fyrir löngu síðan. Hefði átt að fylgja Ingu Jónu á sínum tíma. Hann hefur staðið í vegi fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi sér upp burðugum leiðtoga í Borginni. Það hafa þeir reynt svo árum skiptir án árangurs. Ekki síst vegna ýmiss konar dragbíta, kerfiskarla og kerlinga, sem hafa verið einhvers konar táknmyndir fyrir gamlan tíma og komið í veg fyrir eðlilega endurnýjun og skapað með því glundroða sem við borgarbúar höfum mátt búa við og gegnumlíða í mörg ár. Mín skoðun er sú að nú ætti Vilhjálmur að taka pokann sinn og snúa sér að öðru, sér til gagns og ánægju. Eða hefur hann svona mikil ítök í FLOKKNUM? Ég bara spyr?
mbl.is Borgarbúar finni fyrir festu í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitingastaðir með ofnæmi fyrir sjálfum sér?

Ef til eru ofnæmislausir veitingastaðir í Svíþjóð hljóta líka að vera til veitingastaðir með ofnæmi. Fyrir hverju? Gestunum? Sjálfum sér? Aumingja þeir. Getur sá sem þýddi fyrirsögnina skýrt þetta betur fyrir mér?


mbl.is Ofnæmislausir veitingastaðir í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskarsafhendingin í beinni

Óskarsafhendingin er nú í beinni á RÚV og tók Hanna Birna Kristjánsdóttir við Óskarnum fyrir hönd Íhaldisins fyrir örfáum mínútum. Smellið ykkur á RÚV ef þið viljið verða vitni að þessum stórkostlega atburði í sögu íslenska farsans.
mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband