Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Er Ike ennþá á meðal vor?

Ef þetta er ekki pólitík.... hvað er þá pólitík? Hét hann ekki Ike...... Eisenhover? Ég man ekki betur. Hverjir skyldu skíra fellibyli? Bandaríkjamenn? Ég bara spyr. Ekki Kúbumenn.....að ég held.
mbl.is Dregið hefur úr styrk Ike
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HREIN DÝR

Svona getur greinilega farið fyrir mönnum, sem eltast við HREIN DÝR. Góðan bata elsku kallinn minn. Muna eftir litlu þúfunum...... sem stundum....  velta þungu hlassi. Og hreinlega kippa undan manni fótunum. I've been there..... My friend.
mbl.is Fótbrotnaði við hreindýraveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotland og svartholið

Miðvikudagurinn 10. september 2008, mun verða eftirminnilegur á tvennan hátt. Íslendingar munu sigra Skota í knattspyrnu. Sannarlega eitthvað til að minnast á í fjölmiðlum. Það er þó sá galli á gjöf Njarðar, að enginn mun minnast þess. Því að á sama tíma, og að leik loknum, mun svarthol gleypa jörðina, allt fjölmiðlafólk og okkur hin með. Það er ekki á hverjum degi, sem íþróttaafrek okkar Íslendinga falla í skuggann. En það mun gerast á miðvikudaginn. Sjáumst í svartholinu..... eftir leik.
mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvað minnir þetta þig?

Þetta minnir mig á biblíuna. En þig?
mbl.is Hundruð grafin undir grjóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Esjan ekki jafn há og hún var í gær?

Er ég á leiðinni upp í Borgarfjörð? Vonandi verður enginn með læti í Skorradal. Og ekki í Reykholtsdal heldur. Og mér vitandi er alltaf friður hjá Palla í  Húsafelli. Ég ætla rétt að vona að ég fái að hafa emmin mín í friði í landslagsmálverkinu mínu. Esjan er ennþá 1914m. Þó hún hafi mælst 908m. Hér áður fyrr. Men det var det daa.  MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM........
mbl.is Íslenskur langferðabíll í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinna en von var á

Nú er þetta búið hjá Liverpool. Seinna en von var á. Væla bara nógu mikið. Þá lagast þetta.
mbl.is Liverpool á litla möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu botna ég ekkert í

Ég skil ekki svona lagað. Maðurinn búinn að vera hér í fimm ár og á alla sína fjölskyldu hér. Móðir hans og faðir eru íslenskir ríkisborgarar og búin að vera hér í 10 ár. Afi hans og amma eru íslenskir ríkisborgarar. Og hann kom hingað 17 ára. Svo á að henda honum úr landi!! Ég botna ekkert í þessari embættisfærslu, sem virðist bara verða til þess, að til verði vandamál, sem aldrei þurfti að verða til. Það hlýtur að vera hægt að leysa þetta mál með smá vilja Útlendingastofnunar.
mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja losna við Sigga

Enn halda yfirvöld áfram að ausa úr sjóðum almennings í vitleysu. Látiði Jón Ólafsson í friði. Hann er búinn að borga sinn skatt. Ekki annað Baugsmál. Takk fyrir. Auðvitað vill ákæruvaldið losna við Sigga G. Guðjóns. Hann er einfaldlega einn af okkar bestu lögfræðingum. Svo einfalt er það nú.
mbl.is Verjendadeilu vísað aftur heim í hérað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lykilorðin eru: Námsskeið og ráðgjöf

Íslenska þjóðin er brjáluð í ráðgjafa, hvað sem þeir kosta. Þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Námskeið og ráðgjafar. Það eru lykilorðin í dag. Oftar en ekki er fólk að kasta peningum sínum í ekki neitt. En tungan er lipur og margir láta tælast. Og standa jafnnær eftir, nema hvað pyngjan er léttari. Verra er þó þegar ríki og sveitarfélög sóa peningum þegnanna í alls kyns rándýr námskeið og ráðgjöf, sem reynist svo vera einskis virði, þegar upp er staðið. 
mbl.is Lögmaður kostar álíka og skip í dýptarmælingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðalega lítil frétt

Voðalega er þetta eitthvað lítil frétt. Ég verð nú að segja það. Einhvern veginn svo týpisk þegar löggan úti á landi vill komast í sviðsljósið og fréttirnar.
mbl.is Tveir handteknir í kjölfar húsleitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband