Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Keegan hættur?

Þetta þykir mér ekkert skrýtið. Eigendur Newcastle hafa dregið lappirnar í leikmannakaupum og Keegan hundóánægður fyrir vikið. Við hljótum að frétta nánar af þessu í kvöld. Menn hafa beðið í mörg ár eftir að Newcastlemenn sýndu eitthvað í boltanum, enda um stórlið að ræða á enska vísu, en árangurinn hefur látið á sér standa og áhangendur liðsins orðnir ansi óþolinmóðir, sem skiljanlegt er.
mbl.is Keegan hættur hjá Newcastle?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland versus Þýskaland

Hvor hefur rétt fyrir sér? Það verður gaman að fylgjast með framgangi þessa máls. Meðan maður þekkir ekki málavöxtu alla er ekki hægt að hafa skoðun á þessu máli. Að hluta til er þetta farið að fjalla um viðskipti Íslendinga við útlendinga. Ísland versus Þýskaland. Við sjáum hvað setur.
mbl.is AFL óskar eftir rannsókn sýslumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið nóg

Það á að fella niður þessa ákæru. Maðurinn er búinn að borga skattaskuld sína og málið á að vera dautt. Ekkert nýtt Baugsmál hér. Það er nóg annað að gera fyrir Saksóknara og mörg önnur mál sem ættu að hafa forgang. T.d. ofbeldismál.


mbl.is Málflutningi í skattamáli frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eiga draugarnir að búa?

Það verður náttúrulega að finna draugunum annað húsnæði, áður en hægt er að fara í einhverjar framkvæmdir. Þeir geta engan veginn búið í uppgerðu og snyrtilegu húsi og eru líka ekki mikið fyrir að vera að flytja sig úr stað. Það má segja að verktakinn sé mjög drauggóður maður, hefur kannski alist upp við drauga og er að gera þeim greiða með því að gera ekki neitt. Það mætti kannski finna þeim stað í Ráðhúsinu, en líklega er ekki mikið pláss fyrir þá þar, í allri þeirri draugapólitík sem þar ríkir. Já, það er vandlifað í þessum heimi.
mbl.is Draugahús fær andlitslyftingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins sammála Alex

Loksins get ég verið sammála Alex Ferguson. Berbatov er einn besti framherji heimsins í dag. Gott að Spursarar gátu pínt Man U menn upp í þá upphæð sem þeir vildu fá fyrir hann. Allir ánægðir.
mbl.is Sir Alex: Berbatov einn besti framherji heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miskunnsami Mjólku-maðurinn

Æi hvað þetta er fallegt. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér svona fallegar gjörðir í þjóðfélaginu okkar. Mjólkumaðurinn Ólafur Magnússon á hrós skilið fyrir þetta. Ég man nú ekki betur en hann hafi lent í ýmsum stimpingum við stóra risa á þeim markaði sem hann hefur haslað sér völl á, þegar hann var að byrja. Hann lét það ekki á sig fá og er kominn til að vera á íslenskum mjólkur- og ostamarkaði. Svona menn viljum við hafa í viðskiptaheiminum. Ég ætla að kaupa mér MJÓLKU-vöru í dag. Alveg á hreinu.
mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOGANDI KR ingar í úrslit

Ég spurði fyrr í kvöld hverjir myndu mæta Fjölnismönnum í bikarúrslitaleiknum. Nú höfum við fengið svar við því: KR KR KR KR KR. Barasta alveg frábært. Ekki veitti Vesturbæingum af smá uppörvun eftir misjafnt gengi í sumar. Nú er gaman. Til hamingju KR ingar. Nú farið þið alla leið! Það er ég ansi LOGANDI hræddur um.

Au revoir

Mikið var! Það var kominn tími á að Frakkar færu að tileinka sér enskuna. Það hefur stundum jaðrað við hroka hjá Frökkunum, þegar maður hefur verið á ferðalagi um Frakkland, og vogað sér að ávarpa þá á ensku. Franskan verður aldrei eins útbreidd og enskan og franskir eru loksins að gera sér grein fyrir því. Ef þeir neituðu að tala við mig á ensku hér í gamla daga, þó þeir kynnu hana, notaði ég bara íslenskuna, og má segja að þar hafi verið stál í stál. Það gekk nú, eftir á að hyggja, bara ágætlega. Au revoir.
mbl.is Aukin enskukennsla í frönskum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prump og prósi

Dagar víns og rósa eru greinilega ekki liðnir. En ég mun aldrei geta verið nálægt Jessicu Simpson, þar sem ég hef ofnæmi fyrir rósum, og ef hún fer að tala of mikið þá hef ég líka ofnæmi fyrir prumpi og prósa. Allavega hennar prósa. Ég hef ekki heyrt manneskjuna segja neitt af viti ennþá. En hún getur kannski prumpað sig upp í það....... við rósaangan.
mbl.is Segir vindinn úr sér ilma sem rósir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gústav Vasa reis upp frá dauðum... og dó svo aftur

Auðvitað eru fellibylir stórhættulegt fyrirbæri og ekkert til að gera grín að. Ég get þó ekki stillt mig um að minnast á hversu mjög þeir eru persónugerðir nú á tímum og hefur svo verið mörg undanfarin ár. Að lesa þessa frétt, sem er tilefni skrifa minna, er eins og að lesa um dauðastríð Gústafs Vasa. Þess verður ekki langt að bíða að hann gefi upp öndina, og það verður þá í annað sinn á nokkur hundruð árum.

gustav-vasa

mbl.is Mjög af Gústav dregið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband