Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hverjir mæta Fjölnismönnum?

Nú verða KR ingar að sýna sitt rétta andlit. Ef þeir vinna Blikana í kvöld má segja að þeir hafi bjargað tímabilinu. Ef þeir komast í úrslitaleikinn er ég sannfærður um að þeir vinna Fjölnismenn (ekki Jónas Hallgrímsson og máta hans). En Blikar eru með gott lið svo KR ingar verða að spila mjög vel í kvöld, ef þeir ætla að vinna leikinn.
mbl.is KR-ingar í úrslit bikarkeppninnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hreppir Berbatov?

Ja nú er líf í tuskunum á leikmannamarkaðnum. Þrjú lið eru að bjóða í Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Manchester United, Manchester City og Real Madrid. Man U býður 20 milljónir punda, ásamt Campell hinum unga framherja liðsins. Manchester City kom með sjokk tilboð upp á 30milljónir punda plús, (33 milljónir punda), og Real Madrid með 36 miljóna punda boð!! Allt þetta eru breskir fjölmiðlar að fjalla um í þessum skrifuðu orðum. Nú eru aðeins rúmir sex klukkutímar þangað til að leikmannamarkaðurinn lokar. Ef Berbatov verður seldur í kvöld, þá er ekki ólíklegt að Tottenham kaupi einn framherja í kvöld. Hver það verður veit nú enginn en margir hafa verið nefndir til sögunnar. (Arshavin, Milito og margir fleiri. Spennandi kvöld framundan.
mbl.is City með tilboð í Villa og Gomez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að bendla mér við framsókn.is

Alveg frábært maður! Nú þarf enginn á heimilinu að vita þegar ég fer inn á framsókn.is á nóttunni. Hreinasta snilld!  Ég segi nú bara svona.
mbl.is Explorer með „klámstillingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verstehen Sie? Bitte?

Það er bara svona. Þjóðverjar eru þekktir fyrir snyrtimennsku. Sá þýski hefur viljað taka til á skrifborðinu hjá framkvæmdastjóra AFLS. Og gefa honum þýskt nudd í leiðinni. Nei, þetta er ósættanleg framkoma af hálfu Þjóðverjans. Og ljótt að heyra ef satt er hvernig hann kemur fram við launþega sína. Svona lagað viljum við ekki sjá á Íslandi. Aber nicht.


mbl.is Stimpingar á skrifstofu AFLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir nemar?

Allir nemar já: Hljóðnemar líka? Hvað með landnema?
mbl.is Allir nemar fái frítt í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki verjandi

Það er varla verjandi að biðtími skuli vera allt að tveimur árum eftir lifrar- eða nýrnaígræðslu á Íslandi, þegar á sama tíma biðtíminn er bara sex vikur í Noregi og Svíþjóð. Ég hvet Heilbrigðisráðherra til að gera eitthvað í málinu........... STRAX. Hér er um líf eða dauða að tefla. Það er ekki eingöngu óreglu fólks um að kenna, að lifur og nýru bresta. Auðvitað er í mörg horn að líta í heilbrigðisþjónustunni og allt kostar þetta peninga, en þetta er hægt að laga , ef viljinn er fyrir hendi. Strax.
mbl.is Biðin eftir líffærum lengist stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir Halldórar

Palli var einn í heiminum. En Halldór fer nú létt með það. Það er nú kannski of mikið sagt að hann fari einn til Gautaborgar. Nafni hans fer með honum. Það hafa nú margir lagst í ferðalög með minna í farteskinu, er ég hræddur um. Tveir Halldórar. Það getur ekki verið mikið betra.
mbl.is Einn til Gautaborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Abb abb abb

Abb abb abb, ekki ofmetnast Arnar minn. Sá sem ætlar sér að ná upp til stjarnanna, ætti að byrja með báða fætur á jörðinni. Hm.
mbl.is Arnar Gunnlaugs: Hefðum átt að vinna 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband