Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Allt í lagi að kúka í Póllandi

Það er ýmislegt sem hálaunaðir forystumenn Knattspyrnusambands Evrópu verða að leggja á sig. Nú hafa þeir verið á löngu ferðalagi um gjörvallt Pólland og kúkað þar í hvert klósettið á fætur öðru. Niðurstaða: Það er í lagi að kúka á Póllandi!!! Ég hef aldrei heyrt að það væri eitthvað erfiðara að gera þarfir sínar í Póllandi en annars staðar. En Platini og félagar hafa greinilega haldið það.
mbl.is Klósettin eru klár í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúgilígú!!

Gúúúg!!! Gúgilígú!!!!! Er ekki týndur! Ég er í Grímsey! Gúúúdbææææææ...... sorry....
mbl.is Var ekki týndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil peð

Í fyrsta lagi ber þessi frétt, þekkingu Bandaríkjamanna á alþjóðlegum stjórnmálum, fagurt vitni, eða þannig. Í öðru lagi sýnir hún hversu lítil peð við Íslendingar erum í alþjóðlegu samhengi, sérstaklega í augum Bandaríkjamanna, sem eru nú almennt ekki þekktir fyrir það, að kíkja mikið út fyrir sína eigin lóð og ef þeir gera það, þá er það yfirleitt til þess að troða þeirra eigin gildum yfir á aðrar þjóðir.
mbl.is Palin minnt á fund með Ólafi Ragnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar peningar

Peningar, peningar, peningar. Mikið djö...... snýst allt orðið um peninga í boltanum. Aumingja Björgólfur, hann hefur í ýmsu að snúast þessa dagana. Ég ætla að vona að kallinn standi þetta af sér. Maður verður nú að standa með sínum manni hvað þetta varðar.
mbl.is Tíu leikmenn vilja bætur frá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítalykt

Gott að einhver tekur á þessu máli. Hér gæti verið um gífurlega spillingu að ræða. Upp á borðið með óhreinindin öll. Það er skítalykt af þessu máli, eins og einhver sagði.
mbl.is Stjórn og forstjóri SPRON kærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín bráðum úr skónum?

Þarna er gamalt módell að ganga í endurnýjun lífdaga. Rússneski björninn sýnir klærnar. Kannski ekki nema von, eins og Bandaríkjamenn hafa hagað sér undanfarin misseri (og reyndar miklu lengur en það). Nú bíður maður bara eftir að Pútín fari úr skónum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og berji þeim í borð........
mbl.is Pútín vill kjarnorkusamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarlausn fyrir miðborgina

Þessar bleiur verðum við að flytja inn strax frá útlöndum. Svo verður þeim útdeilt um helgar í miðbæ Reykjavíkur. Þá losnum við við mörg vandamál á nóinu. Það er ég handviss um.


mbl.is Aðeins fyrir fullorðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá gæti nú vont versnað

Auðvitað hafa Bandaríkjamenn náð saman um björgunarpakkann,í höfuðvígi hins deyjandi kapítalisma, um leið og sást til forsætisráðherra Íslands á Nasdaq í gær. Menn hafa einfaldlega ekki þorað annað, í ljósi þess, að forystumenn stórveldisins Íslands eru í Bandaríkjunum og eins gott að vera þeim þóknanlegir og ekki æsa þá upp á nokkurn hátt. Þá gæti nú vont versnað, svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Ný útfærsla björgunarpakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn síðasti söludagur

Dýrasta Bacon í heimi. Alveg "svíndýrt". Það er nú ekki flóknara en það. Við hin förum bara í Bónus, ef bragðlaukarnir kitla. En dýra Baconið endist nú aðeins lengur, það verður nú að viðurkennast. Og nærir sálina vel. Og enginn síðasti söludagur á því.
mbl.is Líklegt að verk Bacons seljist á 1,3 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar slappt

Peningar ekki nóg? Það þarf líka að búa til lið sem er sigursælt (eins og ég geri). Segir knattspyrnustjóri ríkasta knattspyrnufélags heims til margra ára. Alltaf haft nóg af peningum til að spila úr. Maðurinn er með hræðsluáróður og er að upphefja sjálfan sig sem besti knattspyrnustjóri, sem stigið hefur á þessa jörð. Málið er bara, að hann hefur alltaf haft nóg af peningum. Og nú hræðist hann granna sína í City. Frekar slappt.
mbl.is Ferguson: Peningar eru ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband