Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Gerendur og þolendur

Einelti á sér stað víða í samfélaginu og birtist í ýmsum myndum og... getur haft hörmulegar afleiðingar, eins og kannski í þessu máli öllu. Við gerum aldrei of mikið til að uppræta það. Burtu með einelti! Bæði gerendur og þolendur geta beðið af því skaða..... fyrir lífstíð. Munum það.
mbl.is Ódæðismaðurinn hringdi í vin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúmmelaði

Gracias Guddy Guddy.... Gúmmelaði... meira gúmmelaði... og farðu svo og finndu þér annað félag.... Guddy gúmmelaði.
mbl.is Takk, Guddy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlegur dómur

Eftir að hafa lesið dóminn, sem kollegi minn á blogginu var svo vingjarnlegur að senda mér, styð ég Hebba og spúsu hans heilshugar. Þarna er á ferðinni frekja , yfirgangur og sérhagmunatengsl af versta tagi (íslenskt fyrirbæri). Ég ætla rétt að vona að Hebbi og fjölskylda hans vinni þetta mál í Hæstarétti og komist út úr þessum hremmingum öllum.... og það sem allra fyrst.

Séra Emil

Ég vissi ekki að Emil Hallfreðsson væri prestur. Alltaf heyrir maður nú eitthvað nýtt. Það er ekki skrýtið að Reggina skyldi TAPA leiknum, ef Emil hefur verið að sinna prestverkum, á meðan á leiknum stóð.
mbl.is Jarðaði þessa gaura auðvitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðin

Mikið er þetta falleg og sönn grein. Ég bíð eftir að fá 24 stundir til að lesa hana aftur. Megi góðar vættir vaka yfir öllum sporum Björns og Mjallar í framtíðinni.
mbl.is Dauðinn er alltaf nálægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Hebbi!

Ég stend með Hebba í þessu máli. Þetta virðist vera yfirgangur af hálfu nágranna hans. Til hvers að greiða fyrir viðgerð á þaki annara? Að vísu væri gaman að lesa dóminn og sjá á hvaða forsendum honum er dæmt í óhag en..... Áfram Hebbi!
mbl.is Neitar að borga þak nágrannans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lok lok og læs....... í útlöndum

Mikið hefur stjórnarherrann gaman að því að baða sig í fjármálamoldviðrinu í New York. Forsætisráðherra Íslands lokar Nasdaq. Það munar um minna. Ætli þetta sé vísbending um það, hvers við megum vænta hér heima? Lok lok og læs. Auðvitað er ansi margt lok lok og læs nú þegar. En það er rosalega töff að segja lok lok og læs í útlöndum. Það eru ekki allir sem fá tækifæri til þess. Æfing?
mbl.is Forsætisráðherra á Nasdaq
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík hræsni

"Fylla skörðin", segir Björn Bjarnason. Nú getur hann farið beint í einkavinaklúbbinn, það hlýtur að vera nóg af vonnabíum þar. Gott fyrir Björn, vont fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vont fyrir alla aðra. Svo kemur honum allt á óvart. Þvílík hræsni.
mbl.is Björn segir að fylla þurfi skörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingar embættisverka ráðherra

Ég ætlaði nú ekki að blogga meira um Björn Bjarnason í dag, en mikið er þetta talandi dæmi um afleiðingar embættisverka hans. Það er einhvers konar hroki sem fylgir honum alla tíð, sem mér og fleirum, hugnast ekki. Og virðist líka vera farinn að hafa alvarleg áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Ég segi nú ekki meira.
mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom hvergi nærri

Halla mín: Ég ætla bara að láta þig vita, að ég kom hvergi nærri þegar örlögin breyttu þér í morðóða afturgöngu. Bara svo að það sé á hreinu...........
mbl.is Halla Vilhjálms í breskri hrollvekju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband