Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hvað með blóðið sem rennur á götum bæjarins?

Það glóir enn á gullinn fingur. Hvað eru menn að æsa sig? Nær væri að taka fast á auknu ofbeldi í landinu, sem felst í líkamsmeiðingum af versta tagi. Blóð út um allt. Og hana nú!
mbl.is Goldfinger enn til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lemstraður

Sjálfur lá ég lemstraður í götunni á sunnudagskvöldið eftir þ.e.a.s. 14. september, skammt frá heimili mínu í miðbænum. Er á leiðinni til lögreglunnar til að ræða það mál. Það tengist ekki þessu máli.
mbl.is Sparkaði í höfuð konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel á vondan

Ja, nú kemur vel á vondan og margur heldur mig sig. Voru ekki Íslendingar verstir í augum Dana um árabil? Ég man ekki betur.
mbl.is Bankakreppan verst í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnleg lesning fyrir Björn

Í þessari grein kemur ýmislegt fram sem gagnlegt væri fyrir Björn Bjarnason að kynna sér, áður en hann pantar ferðina til New York, til að taka þar sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Sérþekking á hernaðar og varnarmálum væri náttúrulega eitthvað sem Björn gæti verslað grimmt með, svo dæmi sé tekið.
mbl.is Fótbolti og pumpa í skiptum fyrir atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta þriðja leiðin?

Ætlar kapítalisminn að lifa á sjálfum sér? Er hann að éta sjálfan sig....... upp til agna? Er það "þriðja leiðin"? Ef ekki, hver er hún þá? Eru peningar að verða gamalt og úrelt fyrirbæri? Ég spyr spekinga. Vill kannski einhver skipta við mig á málverki og góðum bíl? Ég spyr enn.


mbl.is FBI rannsakar fjármálarisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hruninn í það?

Er forseti Írans hruninn í það í New York? Annað eins hefur nú gerst. Hitt er annað mál að ef ameríska heimsveldið heldur áfram að þenjast út og fitna eins og ofalinn kálfur og Bandaríkin halda áfram að haga sér eins og þau eigi allan heiminn..... já þá hrynur það. Það er næsta víst.
mbl.is „Heimsveldið er að hrynja"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DO heilkenni

Hershöfðinginn hefur talað. Orð hans eru ígildi laga í hinu íslenska samfélagi. Menn hrynja undan honum eins og tinsóldátar. Hann er með DO heilkenni. Því heilkenni verður að viðhalda í þjóðfélaginu okkar öllu. Ekki bara í Seðlabankanum.
mbl.is Jóhann mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í andaglas

Nú er hægt að fara í andaglas í ráðhúsinu. Og spyrja andann. Hann hlýtur að hafa einhver svör við draugagangnum sem ríkt hefur í þessu ágæta húsi undanfarin misseri. Bara að vona að borðin lyftist ekki svo hátt, þegar andinn mætir í glasið, að menn ráði ekki neitt við neitt, en það væri svo sem ekkert nýtt. Ekki á þeim bænum.
mbl.is Andi Reykjavíkur til borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert vesen

Spilling er ekki til í íslenskri stjórnsýslu. Það sem aðrir kalla spillingu köllum við stjórnvisku. Enda klókt að hygla sínum og gefa þeim eignir ríkisins (okkar) og hafa "já fólk" allt í kringum sig, til að allt gangi nú smurt fyrir sig. Og ekkert vesen. Það er svo leiðinlegt þegar fólk er með vesen. Fólk sem skilur ekki hvað stjórnarherrarnir eru vitrir í umboði og fyrir hönd þess. Þannig hefur þetta alltaf verið á Íslandi, hvað svo sem einhverjir útlendingar eða eldhúskerlingar segja. Amen.
mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Rússlands með þá.... málið dautt

Þessar deilur leysast allar á nóinu. Nú er FORMAÐURINN nýkominn frá Rússlandi og hefur kynnt sér þar, hvernig skal stjórna á FRJÁLSLYNDAN og LÝÐRÆÐISLEGAN hátt. Kannski sendir hann bara Jón og alla hina til Rússlands, til að þeir geti þar kynnt sér, hvernig málum skal háttað í nútíma stjórnmálaflokkum. Það blasir við öllum frjálslyndum mönnum, að það væri besta lausnin. Svo er náttúrulega til í dæminu að þeim lyndi svo vel við Rússa, að þeir snúi bara ekkert til baka. Málið dautt. 
mbl.is Illvígar deilur Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband