Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Seðlabankinn ræður engu

Þá er það endanlega komið á hreint. Íslendingar ráða engu um peningamálastefnu í landinu. Þar ræður Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Til hvers þá að hafa menn í vinnu á ofurlaunum í Seðlabankanum? Ég sé engan tilgang í því. Og segja að þeir (Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn), vilji ekki lækka stýrivexti vegna ótryggs stjórnmálaástands á Íslandi, er bara bull. Þarna er Ísland borið saman við bananalýðveldi í S- Ameríku eða eitthvað álíka. Ótrúlegt!!
mbl.is Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wigan gefur ekki eftir

Ég var að vona að Wigan hefði þetta en því miður bara jafntefli. Það býr mikið í þessu Wiganliði, þrátt fyrir að þeir séu búnir að missa bæði Heskey og Palacious.


mbl.is Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilög Jóhanna

HEILÖG JÓHANNA

Heilög Jóhanna
Bergur Thorberg.
Kaffi á striga 2006.
80x80cm.

mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall draugur

Það er með ólíkindum hversu miklum tíma "menntað fólk" eyðir í að þvaðra um Davíð Oddsson. Tilvonandi ríkisstjórn kemur ekki til með að hafa nokkra tiltrú almennings ef hún sér ekki til þess að stjórn Seðlabankans hætti strax. Svo er hér mynd af gömlum draugi, sem sér mikla framtíð fyrir sér í íslenskri pólitík.

Dolli litli

mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættartengsl og einkavinabasis í Framsókn

Í þessu viðtali talar Guðmundur Steingrímsson eins og gamall kjördæmapots þingmaður. Framsóknarflokkurinn hefur sem sagt ekkert breyst. Nýtt blóð í flokknum rennur beint í samband við hið gamla bændablóð, sem runnið hefur í æðum flokksins svo lengi sem elstu menn muna. Að segja að hann hafi miklar og sterkar tengingar inn í kjördæmið (NV) er hreint og beint ósmekklegt. Á nú að taka þetta einu sinni enn á ættartengslum og einkavinabasis? Það sparar náttúrulega peninga fyrir Guðmund og nóta hans. Nema að hann taki þetta bara á harmonikkunni í Húnaveri, Miðgarði eða Logalandi? Þar ku veltast um annað slagið mjög svo upprennandi ungir Framsóknarmenn. Vanir fjárrekstri.
mbl.is Guðmundur: Stefnir á fyrsta sætið í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef maður fer að pæl'íðí

Úr fréttamennskunni, í Framsókn, og svo til Forsetans. Það er ekki svo langt. Ef maður fer að pæl'íðí.
mbl.is Sigmundur Davíð kemur á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur draumur

Ég hef ákveðið að sofa aðeins á hlutunum. Kannski dreymir mig pólitískt, hver veit.

Skammdegi

 


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst og Ágúst

Ég hafði þetta á tilfinnigunni eftir að hafa hlustað á Agúst í viðtölum í gær, þar sem hann talaði mjög frjálslega og opinskátt. Það er eins og þeir feðgar, Ágúst og Ágúst, hafi aldrei náð almennilega sambandi við Samfylkinguna. Ég veit ekki hvað veldur.
mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þá?

Hvað segja Vinstri grænir þegar Samfylkingin hefur undirbúning að umsókn Íslands í ESB?
mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er módelið

Ísland er að verða einhvers konar módel í fjármálakreppuni (víti til varnaðar), sem ríður yfir heimsbyggðina. Kæmi mér ekki á óvart að stjórnarslit verði í fleiri löndum en á Íslandi, áður en langt um líður.
mbl.is Fjallað um stjórnarslitin víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband