Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Karp, rifrildi, valdafíkn

Karpið þið bara og rífist, þið valdasjúka fólk. Íslenska þjóðin er tilbúin að taka frá ykkur öll völd. Hluti af henni er hér fyrir neðan.

Íslenska þjóðin

mbl.is Ásaka hvert annað um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert Playboykvöld

Æjæj... ég sem ætlaði vestur. Maður hefur verið í öngum sínum alla helgina. Nú verður maður bara að sætta sig við eins og eitt þorrablót. Nema að maður tali við Geira á Goldfinger. Hann væri ekki lengi að redda hlutunum.
mbl.is Karlakvöldi frestað í Súðavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríður flokkur

Þarna er forsætisráðherra í fríðum flokki manna sem hafa gersamlega lagt heiminn í rúst á örfáum árum. Frjálshyggjan er og var flan til feigðar. Nú á venjulegt fólk um allan heim að taka á sig ofurbyrðar, vegna græðgi og siðspillingu margra þessara manna. Það þýðir samt ekkert að ræða þetta við Hannes Hólmstein Gissurarson. Hann situr bara með Davíð og hefur það gott. Og Geir hefur ekki þorað að gera neitt.
mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland lifi.....

Ísland lifi: Húrra húrra húrra húrra.......... En hver verður forsætisráðherra? Dagur B Egertsson?


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá ráðherra?

Verður þetta fólk ennþá ráðherrar kl. þrjú í dag? Það er spurningin.
mbl.is Ráðherrar í óundirbúnum fyrirspurnatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri er hálffull tunna en hálftóm

Jæja, þá er það Seðlabankinn. Það er eins og hann hafi gleymst svoldið á síðustu vikum en er nú aftur í brennidepli. Davíð Oddssyni hlýtur að verða sagt upp í dag og stjórn bankans allri, fyrst menn hafa ekki manndóm í sér til að segja af sér sjálfir. Hvað er svo framundan í pólitíkinni, er afar erfitt að spá um. Það má með sanni segja að allt sé upp í loft í íslensku samfélagi í dag. Fólk treystir fáum af ráða og embættismönnum þjóðfélagsins. Og skyldi engan undra þar sem margir eiga hreinlega ekki fyrir mjólkinni í dag. 26. janúar er ágætis dagur til að moka út úr stjórnkerfishöllinni og byrja að byggja upp nýtt Ísland, sem byggt verði á nýjum heilbrigðum gildum, sem íslenska þjóðin er sammála um og að spilltir stjórnmálamenn og embættismenn, sem þjónað hafa yfirstéttinni um langa hríð, heyri sögunni til. Bjartsýni? Kannski. En betri er hálffull tunna en hálftóm.
mbl.is Skemmdarverk við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason..... fv. dómsmálaráðherra

Alvitur Björn hefur orðið. Nú ræðst hann ekki bara að Samfylkingunni heldur talar hann skarpt niður til fjölmiðlamanna, segir þá oft láta blekkjast af villuljósum. Björn sér allstaðar plot, enda vanur plottari sjálfur. Vonandi fer þeim plottum fækkandi nú, þegar Björn lætur af ráðherraembætti, helst á morgun.
mbl.is Upphaf á kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blár borði. Hvers vegna?

Eru þetta einhvers konar sænsk mótmæli? Gult (appelsínugult) og blátt? Margir lögreglumenn bera bláa borða? Fyrir hvað stendur bái borðinn? Bláu höndina?
mbl.is Mótmælt á tveimur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorir ekki að reka Davíð

Þetta er eins og svo marg oft hefur komið fram áður. Seðlabankastjórinn Davíð Oddson er heilagur í augum Sjálfstæðisflokksins og situr áfram. Hvað sem á dynur. Ótrúlegur hroki gagnvart íslensku þjóðinni. Það eina sem gæti hjálpað Geir að milda aðeins ástandið núna væri að reka Davíð og það strax. En hann þorir því ekki.
mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolkrabbar, SÍS ræningjar og samtrygging yfirstéttarinnar

Björn Bjarnason: Farðu og gerðu eitthvað annað. Komdu þér burt úr stjórnsýslunni með allar þínar gömlu og úr sér gengnu hugmyndir sem eru sprottnar frá hinum íslenska aðli, sem ráðið hefur öllu hér á 20. og 21. öldinni. Íslenska þjóðin hefur fengið nóg af Kolkröbbum, SÍS ræningjum og samtryggingu yfirstéttarinnar.
mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband