Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Áróður og meiri áróður

Þvílík áróðursfrétt!! Hvernig eru fréttir valdar yfirleitt? Stýra Ísraelsmenn heimsfjölmiðlunum? Skotið á Ísraelsmenn????? Aumingja mennirnir. Var skotið á börn Ísraelsmanna? Djísús. Og svo eru málsatriði á huldu. Shit.


mbl.is Skotið á Ísraela við Jórdaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skinheilagleiki, hræsni, hroki og blind trú

Skinheilagleiki, hræsni, hroki og blind trú einkennir fréttir fjölmiðla af yfirgangi Ísraelsmanna á Gaza. Segi ég og skrifa, sannkristinn maðurinn.
mbl.is Ísraelar á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið á mánudögum fullt af gömlum og úreltum fréttum

Jæja, þá er það bara sálmabókin á sunnudögum framvegis. Verst að það er engin krossgáta í henni. Þetta þýðir náttúrulega það, að á mánudögum verður Fréttablaðið fullt af gömlum og úreltum fréttum. Eins og þriðjudagsmogginn í den.
mbl.is Ekkert Fréttablað á sunnudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush sjálfur mesta ógnin

Mér finnst nú að helsta ógnin við bandarískt þjóðfélag hafi verið George W. Bush sjálfur og hið besta mál fyrir bandarísku þjóðina, að losna við hann úr stjórnkerfi landsins. Heimsvalda og stríðsstefna hans hefur valdið hörmungum víða um heim og vonandi verður nú breyting til batnaðar með nýjum forseta. Maður veit þó aldrei.
mbl.is Hugsanleg árás helsta ógnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt skrýtið í kýrhausnum...... ég meina fótboltanum

Jahá! Einhver verður að hjálpa upp á þessar stjörnur hjá Man U, nú þegar allt er ekki á toppnum hjá þeim. Maradona var stórkostlegur knattspyrnumaður, sem spilaði jafnt með höndum sem fótum, sem sagt alhliða leikmaður. Minnir á plottið þegar Tottenham hafði mikinn séns á að komast í meistaradeildina fyrir tveimur árum en fengu flestir einhverja matareitrun á mjög dularfullan hátt daginn fyrir síðasta leik. Þeir töpuðu fárveikir gegn West Ham og það varð til þess að Arsenal hirti af þeim fjórða sætið og þar með meistaradeildarsætið. Já, Það er margt skrýtið í kýrhausnum....... ég meina fótboltanum.
mbl.is Maradona ræsti út leikmenn Chelsea með vindlareyk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meeeeee........ meeeeeeee.........

Hjarðhegðun er gott og kynngimagnað orð. Þegar Össur Skarphéðinsson bendir á hjarðhegðun fjölmiðla hefur hann vissulega eitthvað til síns máls. Það sem hann vill ekki segja eða má ekki segja(stjórnmálaferils síns vegna) er, að hjarðhegðun hefur verið einkennandi fyrir íslenskt samfélag almennt í langan tíma. Stjörnudýrkun og tilheyrandi hjarðhegðun birtist okkur á öllum sviðum þjóðfélagsins og jarmið ekki síst tekið sér bólfestu inni á Alþingi, þar sem oftar en ekki er jarmað í kór á eftir misvitrum forystusauðum. Alþingismenn jarma í kór við viðskiptalífið og vice versa. Og verkalýðsforystan hefur jarmað svo árum skiptir og ekki hefur það jarm skilað íslenskri alþýðu bættum kjörum, nema síður sé. Og svo er það samtryggingin. Hið mikla þjóðfélagsmein. Menn gæta hagsmuna hvers annars. Ef þú gerir þetta fyrir mig, þá skal ég jarma með þér. Hinn "íslenski aðall" hefur skilið sig frá hjörðinni og hún má bíta gras á frostkaldri jörð, meðan aðallinn hefur komið sér þægilega fyrir í notalegum og hlýjum fjárhúsum. Stjórnmálamenn og aðrir "panta" viðtöl í fjölmiðlum, já já, en þessi kindarlega hegðan birtist okkur því miður á flestum sviðum í þjóðfélaginu og betur væri að Íslendingar almennt litu í eigin barm hvað þetta varðar. Þó fyrr hefði verið. Það fer lítið fyrir franska bændageninu á Íslandi. Því miður. Það er ekki skrýtið þó fari fram eldhúsdagsumræður á Alþingi. Það er eitt af þjóðareinkennum Íslendinga að jarma í eldhúsum og kaffistofum.
mbl.is Össur: Eftirtektarverð hjarðhegðun fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason..... Ha?

Ég spyr nú eins og kollegi minn á blogginu: Hvert er sögulegt hlutverk Sjálfstæðisflokksins? Björn. Ha? Eitt er a.m.k. víst: Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir löngu brugðist fólkinu í landinu. Auk þess legg ég til að Björn Bjarnason snúi sér að einhverju öðru en stjórnmálum, hæfileikaríkur sem hann er. Og ég held að margir Sjálfstæðismenn séu mér sammála.
mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spursari gengur frá Chelsea fyrir Man U

Það þurfti náttúrulega gamlan Spursara til að ganga frá Chelsea fyrir Man U. Dimitar Berbatov er alveg ótrúlega góður knattspyrnumaður. "Intelligent football player". Sá besti í heiminum í dag. Segi það og skrifa það.
mbl.is Stórsigur Man. Utd á Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush með bók. Are you kidding me?

Hvað skyldu verða margir í rithöfundarteyminu? Ég hef ekki nokkra trú á því að Bush geti klórað saman bók svona einn og sjálfur. Hvað haldið þið?
mbl.is Bush hyggst rita bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg af gasi

Nú getur íslenska lögreglan andað léttar. Nú verður til nóg af gasi ef bílstjórar og aðrir mótmælendur skyldu verða með eitthvað vesen á næstunni. Þ.e.a.s. ef Úkraníumenn stela því ekki öllu.


mbl.is Samningur í gasdeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband