Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Frábært verk

Þetta er bara frábær innsetning og frábært verk. Ég skil ekki að fólk skuli segja að þetta sé allt í plati og bara gabb. Það vantar eitthvað upp á listrænan þroska þess fólks sem segir svo. Og ég tali nú ekki um húmorinn eða húmorsleysið.
mbl.is ESB-listaverkið Entropa reyndist gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyingar enn og aftur

Enn og aftur eru Færeyingar í fararbroddi hvað aðstoð við okkur Íslendinga viðkemur. Því megum við aldrei gleyma. Aðrir virðst draga lappirnar og IMF með alls kyns skilyrði sem við verðum að uppfylla. Hvað varðar hreinsunina í íslenska stjórnkerfinu og fjármálaheiminum, virðist fátt vera að gerast, nema að menn eru uppteknir við að rannsaka sjálfan sig og koma fram með hroka gagnvart þjóðinni. Og Davíð Oddsson situr sem fastast. Líklega límdur við stólinn og mikla sérfræðiþekkingu þarf til að losa hann þaðan. Hana verðum við örugglega að sækja erlendis frá. Hér heima er samtryggingin einfaldlega of mikil. 
mbl.is Lán IMF er ónotað enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listin að mótmæla

Þetta er sterkur leikur hjá þeim mótmælendum sem hlut áttu að máli á gamlársdag við Hótel Borg og bara sjálfsagt mál. Hitt er annað mál að þetta leiðir huga minn að því hvernig skólakerfi okkar er byggt upp. Í gegnum árin hefur engin áhersla verið lögð á vissa þætti í menntun barnanna okkar. Það stendur skýrt í námskrá að búa eigi börnin sem best undir það líf er taki við eftir grunnskóla, hið svonefnda "fullorðinslíf". Það fer t.d. ekki fram nein markviss kennsla í meðhöndlun peninga eða fjármál almennt, sem mætir þó fólki um leið og það kemur úr skóla og þarf að sjá um sig sjálft. Það er ekkert skrýtið að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um lögmál á markaði og þau hugtök sem notuð eru þar og skilur því ekki hvers vegna við erum stödd þar sem við erum nú, í efnahagslegu tilliti. Þegar ég var í skóla var aðal slagorðið: "Græddur er geymdur eyrir". Ekki er að sjá annað en að sá frasi sé tómt bull, ef við lítum á ástandið eins og það er í dag. Eins má nefna að listgreinar hafa ekki átt upp á pallborðið í skólakerfinu. Börn sem hafa hneigst til lista hafa oftar en ekki þurft, með dyggri aðstoð foreldra peningalega séð, þurft að sækja listmenntun utan hins hefðbundna skólakerfis og þar hefur meira að segja ríkt stéttarskipting, því efnaminni foreldrar hafa ekki haft efni á því að greiða fyrir slíkt nám utan grunnskólans fyrir börnin sín. Gildir þá einu hvort er um tónlistarnám, myndlistarnám, leiklistarnám eða eitthvað annað listnám  að ræða. Óumdeilt er að listnám felur í sér marga þá þætti sem mæta munu börnunum þegar út í lífið er komið. Þetta þarf að laga. Að lokum mætti benda á að kenna börnum gagnrýna hugsun snemma, getur hjálpað börnunum að greina hismið frá kjarnanum, þegar komið er út í lífið. Og þá komum við að því: Listin að mótmæla. Það er list sem inniheldur alla þá þætti sem ég hef nefnt hér á undan. Fólk hefði þá betri forsendur til að mótmæla og hefði  betri kunnáttu á hverjum þeim þeim málum, sem það væri að mótmæla hverju sinni. Ég hef lúmskan grun um það að sumt fólk hafi stundum ekki hugmynd um, hverju það er að mótmæla. Breytum skólakerfinu okkur öllum til góðs og það strax.
mbl.is Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg birtingarmynd

Þetta er ömurleg birtingarmynd af gegnsýrðu spillingarþjóðfélagi. Blessaður gamli maðurinn má ekki einu sinni hafa hund eða kött sem félagsskap í draugablokkinni, sem gróðaöflin stukku frá. ÖÖÖÖÖÖÖmmmuuuuurrrrllleeeeggggt. En dásamlegt að sjá hvað gamli maðurinn er brattur.
mbl.is Einbúinn við Suðurlandsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kippir í kynið

Langafi Beckham safnaði rusli já já. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni eða þannig. Ég veit ekki betur en að Beckham safni líka rusli, bíldruslum, hæfileikalausum glanspíum og þvílíku.
mbl.is Langafi Beckhams safnaði rusli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei'attann

Það er eins og Ingibjörg hafi lesið bloggið mitt frá því fyrr í dag. Bestu óskir mínar til hennar um góðan bata. En Sigurbjörg........... fær skömm í hattinn fyrir að kveða hálfkveðnar vísur. Við höfum fengið nóg af svona kell......... sem eru að reyna að slá sér upp á kostnað annarra. Svei attan.
mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona bara að hann hlæi ekki að öllu saman

Að sögn Hallgerðar bloggvinkonu minnar er þetta hláturmildur maður með húmorinn í lagi og góður gæi. Ég vona bara að hann hlæi ekki að öllu saman. Mér er ekki hlátur í huga þegar kemur að fjármála og stjórnsýslu kólerunni.
mbl.is Ólafur Þór Hauksson verður sérstakur saksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli þarft eða þegi

Sigurbjörg: Mæli þú þarft eða þegi. Nefndu ráðherrann. Nú liggja allir ráðherrar undir grun, ef þú ert að segja satt. Svo er skrýtið að Guðlaugur kemur af fjöllum, þegar aðrir jólasveinar eru nýfarnir til fjalla.
mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Skattadagur Deloiette?

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað Skattadagur Deloiette er fyrir nokkuð? Er ekki nóg af skattadögum nú þegar. Ég spyr?
mbl.is Ríkissjóður í jafnvægi 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spara spara......

Ég á Subaru Impreza árgerð 1994, alveg öndvegisbíll, enda vel við haldið (af fyrri eiganda). Nú væri lag fyrir ríkið að kaupa af mér bílinn á tombóluverði áður en ég eyðilegg hann. Spara spara, er það ekki lausnarorðið í dag?
mbl.is Ríkið auglýsir eftir 100 nýjum bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband