Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Heja Norge

Djö..... pervert er þetta. Í nafni frægðarinnar heldur hann að hann komist upp með allt. En greinilega ekki lengur. Heja Norge.......
mbl.is Boy George dæmdur í 15 mánaða fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eineltisóskapnaðurinn

Mikið er hugrekki þessarar ungu stúlku sem mátti þola langvarandi einelti í Varmárskóla í Mosfellsbæ án þess að skólayfirvöld gripu þar inn í og stöðvuðu þennan óskapnað. Varmárskóli þykist vinna eftir einhverri áætlun gegn einelti sem greinilega hefur ekki borið árangur. Nú er svo komið að stúlkan hefur þurft að skipta um skóla, er komin í Réttarholtsskóla, og vonandi verða hlutirnir í lagi þar og óska ég henni og fjölskyldu hennar, alls hins besta. Því miður er þetta ekkert einsdæmi. Ég þekki þetta sjálfur úr minni eigin fjölskyldu, þar sem stúlkan mín lenti í miklu einelti um tíma og líf fjölskyldunnar var um tíma nánast lagt í rúst og eimir ennþá eftir af því. Ekki voru það bara nemendur sem áttu þar hlut að máli, heldur einnig kennarar, skólastjóri og svokölluð skólaþjónusta. Ekki ætla ég að sinni, að lýsa atburðarrásinni í smáatriðum, þar sem enn er verið að vinna í þessum málum. En ráðist var að allri fjölskyldunni og bitnaði það auðvitað mest á barninu okkar. Það er skinheilagleiki að þykjast vinna samkvæmt einhverri eineltisáætlun, þegar sú er ekki raunin. Flestir muna og búa að því allt sitt líf, ef þeir hafa haft góða kennara. Á sama hátt getur einelti eitrað líf þess er í því lendir um langa tíð, því sárin hið innra gróa seint. Það er kominn tími til að verkin tali til að uppræta eineltisóskapnaðinn, en ekki bara einhver orð á blaði sem eru einskis virði þegar upp er staðið.

Lokað á Læsland

Lok lok og læs og allt úr stáli...... lokað fyrir Pétri og Páli.... frá Læslandi.
mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mycket bra

Sko Svíana. Þeir stóðu líka með okkur þegar gaus í Vestmannaeyjum 1973. Voru fyrstir þjóða þá að rétta okkur hjálparhönd, ef ég man rétt. Takk Svíþjóð.
mbl.is Svíar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afpanta flugið

Gott að fá svona viðvörun. Ég afpanta flugið mitt á stundinni. Maður tekur enga sénsa.
mbl.is Varað við flughálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg blankir

Menn eru ekki alveg blankir. Það er alveg ljóst. Hversu mikið sem þeir reyna að þvo hendur sínar að hætti Pílatusar.
mbl.is Gengu að kröfum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur maður á réttum stað

Eiður var frábær í þessum leik, góðar sendingar og svo mættur inn í teiginn á milli, ógnandi. Og markið hans var frábært, utanfótar dúndra í hægra hornið. Réttur maður á réttum stað. Stoltur af okkar manni.
mbl.is Eiður Smári skoraði sigurmark Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri er hálka en álka

Betri er hálka á vegum en álka í umferð. Það segi ég.
mbl.is Hálka víða á vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf jólin..... eða þannig

Ég hélt að jólin væru búin? En það eru greinilega jólin allt árið hjá þessum tveimur....... eða þannig....
mbl.is Nágrannaerjur vegna jólatrés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður leikur

Gaman að fylgjast með þessum neðrideildarliðum og hvað þau standa í úrvalsdeildarliðunum. Southend stendur vel í Chelsea og markið sem þeir gerðu gullfallegt, skallanegla í hornið niðri. Það voru markmannsmistök hjá Southend sem gáfu Chelsea mark. En spyrjum að leikslokum.
mbl.is Manchester United lagði Wigan, 1:0 - Chelsea sigraði Southend, 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband