Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Davíð með Sjálfstæðisflokkinn í gíslingu..og Samfylkingin... getur ekkert gert

Út úr þessu viðtali fékk ég bókstaflega ekki neitt. Ég hef verið stuðningsmaður Össurar og vil að hann haldi áfram í pólitík. En í þessu viðtali læðist hann eins og köttur í kringum heitan graut og segir nánast ekki neitt....... nema að hann vill ennþá Davíð burt....... en fær því ekki framgengt. Svo einfalt er það.
mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hún sýkt?

En hvernig er það, er þessi síld sýkt eins og fram hefur komið á öðrum stöðum? Ég bara spyr í fávisku minni. Ef hún er ósýkt, þá er bara að veiða hana. Ekki veitir af í þjóðarbúið.
mbl.is Svartur sjór af síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða töfrabrögð?

Ég sé ekki fyrir mér hvaða töfrabrögðum þessi ríkisstjórn ætlar að beita, til að halda velli. Hún er í raun fallinn, nýtur einskis trausts og verður að segja af sér strax........ og VIÐURKENNA mistök sín og sofandahátt. Og það strax.
mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skáldið Sigmundur Örn

Störf Elínar Sveinsdöttur þekki ég ekki, en ég kem til með að sakna Sigmundar af skjánum. Þessi skeleggi fréttamaður er góðum kostum búinn og þættir hans og fréttaskýringar yfirleitt verið hnitmiðar og beittar. Það er mikill missir af Sigmundi af Stöð 2. Ég er ekki viss um að menn þar á bæ geri sér grein fyrir því. En ég er viss um að Sigmundur og Elín finna sér nýjan starfsvettvang og sýna þar hvað í þeim býr. Kannski fer nú að losna um skáldið Sigmund Erni Rúnarsson og það væri gaman.
mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda fókusnum

Lögreglan er saklaus af misgjörðum stjórnmálamanna, embættismanna og fjárglæframanna. Höfum það hugfast. Þarna er einhver fámennur hópur á ferð sem fer langt yfir strikið. Að elta saklausa menn inn á heimili þeirra finnst mér forkastanlegt. Þetta verður að stöðva.
mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táragasviðbjóður

Táragas!! Djö..... hálfvitar. Ekki fær lögreglan mikla virðingu við að nota svoleiðis óþverraviðbjóð. Það er byltingarandi í þjóðinni núna. Hann hverfur ekki við óbreytt ástand. Misvitrir stjórmálamenn og embættismenn: Segið af ykkur strax. Þetta gengur ekki lengur. 
mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellur stjórnin?

Fellur stjórnin í fyrramálið?? Það er ekkert ólíklegt. Þó Ingibjörg Sólrún sé hvergi nærri. Kemur í ljós.
mbl.is Lögregla beitti kylfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja menn að blóðið renni?

Er ekki kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi úr þessari ríkisstjórn og önnur verði mynduð? Þeir sem ollu hruninu eru meira eða minna dýrðlingar í eigin augum og hlusta ekki á þjóðina. Vilja menn slagsmál á götum úti.......og að blóðið renni. Þessir "dýrðlingar" eru að verja óhreinan málstað og eigin þægindi og þverneita að hverfa á braut. Þetta er siðblinda.
mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarar í eigin málum

Nú er að sjá hvort margir mæta á Austurvöll í dag. Ég hvet fólk til að koma og þyngja aðeins á þessum friðsömu mótmælum. Ráðamenn hljóta að fara að skilja að íslensku þjóðinni er alvara. Hún vill breytingar og það strax. Það gengur einfaldlega ekki að fólk sé dómarar í eigin málum. Stjórnvöld, embættismenn og fjárglæframenn hafa komið okkur í þessa stöðu. Það er ekki þeirra að leysa þetta mál. Þetta lið á allt að víkja..... og það strax.
mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðeldar brenni

Megi varðeldar brenna dag og nótt. Mótmælendur, íslenska þjóðin, sigrar að lokum.
mbl.is Jólatréð brennt á bálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband