Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Morgunblaðið ekki á flæðiskeri statt

"..... sem geta nú farið að láta sig hlakka til brúðkaupsins". Glæsileg blaðamennska og afburða íslenskukunnátta. Morgunblaðið er ekki á flæðiskeri statt með svona blaðamenn innanborðs.
mbl.is 1144 þrep í alsæluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega orðið?

Það er enn hættulegt að vera til sjós og ennfremur langar fjarvistir frá heimilum sem fylgja sjómennsku. Ef hrófla á við sjómannaafslættinum á LÍÚ að borga brúsann. Þeir sem fengu kvótann gefins frá þjóðinni geta vel gert það. Milljarðar hafa verið teknar út úr útgerðarfyrirtækjum og þeir settir í alls óskyldar atvinnugreinar. Fullt af peningum hafa horfið nánast sporlaust út úr greininni... kvóti erfist....óveiddur fiskur í sjónum veðsettur...kvóti er leigður á okurprís til fátækra sjómanna(leiguliða) og framtíðarvonir harðduglegra íslenskra sjómanna margra hverra, hafa verið gerðar að engu. Sjómannaafslátt á ekki að afnema með einu pennastriki... til þess er málið of flókið. Það má líka benda á alla dagpeningana sem ríkisstarfsmenn fá greidda á ferðalögum, þrátt fyrir að allur kostnaður sé greiddur. Hvað með það herra fjármálaráðherra? Og hver ætlar að bera ábyrgð á að kvótinn var settur í hendur útvaldra og bankarnir líka? Það blasir við hverjar afleiðingarnar urðu af þeim stjórnvaldsaðgerðum. Og svo eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir hundeltir og klipið af þeim eins og ekkert sé sjálfsagðara? Hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega orðið? Getur vinstri grænn fjármálaráðherra af landsbyggðinni, sem þekkir vel til búskapar, svarað því?
mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg frétt

Það er nú gott að jólin koma í Þýskalandi eins og öðrum löndum og kaupmennirnir græða þar eins og í öðrum löndum. Þetta er alveg stórkostleg frétt og mér líður strax betur.
mbl.is Jólagleðin yfirtekur Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvartar og kveinar..... eins og venjulega

Og enn kvartar Sir Alex. Dómarinn ekki honum þóknanlegur. Þetta er orðið hvimleitt. Þetta gerist alltaf ef hann tapar leik. Sífellt sama vælið. Ég held að staða hans í boltanum sé farin að stíga honum ansi mikið til höfuðs. Stundum er þetta kallað kerlingavæl. Eða hvað? 
mbl.is Ferguson: Vonsvikinn en sá margt jákvætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönsk fjölmiðlun

Er það nú orðin stórfrétt ef einhver ætlar til Kaupmannahafnar? Ábyggilega einhver danskur blaðamaður sem hefur skrifað þessa frétt.
mbl.is Obama ætlar til Kaupmannahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Abú

Öll lið glíma við meiðsl leikmanna, ekki bara Liverpool. Auðvitað er sárt fyrir liðið að detta út úr Meistaradeildinni svona fljótt en ég held að flestir hafi séð fyrir löngu hvert stefndi. Nú er spurning hvort Benitez verður þjálfari liðsins mikið lengur. Þeirri spurningu verða Liverpool menn sjálfir að svara. Abú.
mbl.is Benítez: Töpuðum þessu á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgagnkynleg frétt

Þetta verður að teljast mjög gagnkynleg frétt. En gerir kannski sama gagn og aðrar fréttir.... þessa dagana. Samgagnkynleg frétt.
mbl.is Gagnkynhneigt par berst fyrir réttindum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað finnst ykkur?

Meiðsli íþróttamanna fá mjög mikla umfjöllun í fjölmiðlum eða öllu heldur, kirfilega. Oft er meiðslunum lýst mjög ýtarlega og er um hálfgerða sjúkraskýrslu að ræða. Mér er ekki kunnugt um að fjallað sé um meiðsl innan annara hópa svo ítarlega og oft. Oft er þetta mjög aumkunarverð lesning og stundum læðist að manni sá grunur að það sé verið að afsaka viðkomandi lið (ef t.d. er um knattspyrnulið að ræða) og getuleysi þess inni á vellinum. Þá er gjarnan sagt: Já það er ekki að marka frammistöðu liðsins núna...aðalmaðurinn/konan er meidd/ur. Finnst mér þetta hvimleitt mjög. Hvað finnst ykkur? Eða hvernig myndi t.d. hljóma: Ræstingakona flæktist í rafmagnssnúru við ryksugun í dag, skall í gólfið og slasaðist á hné. Mun hún fara í aðgerð í dag og fastlega gert ráð fyrir að hún verði frá vinnu nokkrar vikur. Búast má við því að hreingerningu á skrifstofunni verði stórlega ábótavant næstu vikurnar og er fólk beðið velvirðingar á því. O.sfrv...o.sfrv. Geðlæknir datt á leið til vinnu og slasaðist á höfði...... kommon......
mbl.is Neville þarf að fara undir hnífinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt en satt

Þetta er eins og saga að handan. Ótrúlegt. Blessaður maðurinn.
mbl.is Var talinn vera í dái í 23 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru bestir? Í dag?

Spursarar eru bestir. Látið'i ekki svona strákar..... í gamla daga skoraði Man U 9 mörk í einum og sama leiknum.... en það var í gamla daga. Í dag skoraði Tottenham Hotspur 9 mörk í einum og sama leiknum... já já... bara fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Það er í dag. Ekki í gær. Núna. Hverjir eru bestir?......
mbl.is Manchester United á stærsta sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband