Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Menn bornir út og allt.........

Ég vona að hæstvirtur þingmaður Birgir Ármannsson,gangist fyrir því, að rannsaka ráðningu Norðmanns í stöðu Seðlabankastjóra niður í kjalsvín og rannsaka í leiðinni ættartré hæstvirts Geirs H. Haarde og bara okkar flestra yfirleitt, (við erum hvort sem er öll gamlir kóngar eða gamlar drottningar frá Noregi), og fræða þar með okkur í leiðinni um þessa norsku útrás, sem breytist í innrás, frá sjónarhóli jafnt skarpsjáandi og sjónskertra Íslendinga. Íslendingasögur eru sannarlega lifandi bókmenntir..... og klassískar. Menn bornir út og allt.........  
mbl.is Þarf að skoða málið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskt og sposkt

Norskur er sposkur....... segja þeir í Seðlabankanum.....

Þúsund leiðtogar þokast nær......

"Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær", nei ég meina....... þúsund leiðtogar á færibandinu þokast nær. Kannski er alveg sama hvort er á bandinu, þorskar eða leiðtogar.
mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beið á barnum eftir feitu embætti

Það er nú ekki dónalegt að bíða á barnum eftir feitu embætti. Aldeilis flott maður. Sá sem bíður eftir einhverju góðu hann bíður aldrei of lengi.
mbl.is Bankastjórinn beið átekta á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð í suður..... ekki norður og niður

Ég var eiginlega búinn að spá þessu á blogginu mínu. Ekkert er þó í húsi enn og ekki ólíklegt að Davíð vilji hvíla sig eftir darraðardansinn undanfarinn. Hitt er annað mál að þjóðin verður að fara að finna sér eitthvað annað en Davíð að tala um. Það er bara einfaldlega komið nóg....... er það ekki??
mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskur auðjöfur í Seðlabankann

God dag Svein Harald. Skal du ta' hand om pengene mine? Þetta var náttúrulega fyrirsjáanlegt, fyrst Steingrímur fékk ekki norsku krónuna þá flytur hann bara inn Norðmann til að passa upp á peningatankinn. Mun hann mæta með eyrnahlífar í vinnuna, það er svo mikið tómahljóð í tankinum. Svo er hann víst með rauðan síma beint á Davíð ef hann vill vita eitthvað sem enginn annar veit. Þetta getur ekki klikkað..... frekar en bankarnir.
mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar mannvitsbrekkur á Alþingi

Pétur Blöndal vill að fremstu mannvitsbrekkur þjóðarinnar fari með samningsumboð þjóðarinnar vegna Icesave. Gott og vel. Spurningin er bara: Hvar ætla menn að finna mannvitsbrekkur til að hafa upp á öðrum mannvitsbrekkum til að fara með þessi mál? Varla á Alþingi. Er það?
mbl.is Afdrifaríkasta nefnd ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logar allt í slagsmálum

Nú skil ég af hverju var alltaf á tali í morgun þegar ég var að reyna að hringja. Það má náttúrulega enginn vera að því að svara í síma þegar allt logar í slagsmálum innan dyra.
mbl.is „Hústökumenn í jakkafötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The inside story

Jæja, nú getur Davíð talað sem frjáls og óbundinn maður. Við bíðum spennt. Eftir "the inside story", og hvort DO ætlar í pólitík. Kannski bara með Bjarna Harðar? Eða Árna Matt?
mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútuþægni já já....

Mútuþægni já, eitthvað hefur maður heyrt talað um hana áður á Íslandi. Eigum við að ræða það eitthvað? Ha? Birgir. Sjálfstæðismenn...... það var þetta með steininn og glerhúsið......
mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband