Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Eldur

Ljótt er að heyra. Vonandi fer allt vel. Blaðamaðurinn hefði samt ekki átt að flýta sér svona mikið því fyrirsögnin á forsíðu mbl.is er kolvitlaus.
mbl.is Eldur í plastverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hahahahahahahaha

Einhvern tíma hefði nú verið sagt: Tell me another one!!!!! Danir reka rússneska björninn á brott!!! Hahahahahaha. Ja, tímarnir breytast.
mbl.is Bægðu rússneskum þotum frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi öðlast meira traust

Jæja, loksins kom að því að greindarvísitalan hækkaði á Alþingi. Ekki var vanþörf á.
mbl.is Geir kveður og X heilsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskt gúrkufokk

Þýska skólaskipið Gorch Fock er statt á Faxaflóa. Er á þetta bætandi? Er ekki komið nóg af fokki á Íslandi? Það er allvega ekkert gúrkufokk á Íslandi.....  nema þá þetta þýska. En þeir sem hafa áhuga, geta skoðað þýska fokkið um helgina.
mbl.is Gorch Fock komið á Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælarnir uppi og tjaldið fallið

Það læðist að mér sá grunur, að stjórnmálamenn eða ímyndarsmiðir þeirra, verji löngum tíma í að finna gáfulegar setningar sem fara vel í fjölmiðlum, oft á tíðum burtséð frá innhaldi yfirlýsingar eða ræðu. "Hælarnir voru niðri", er dæmi um það. Það er af nógu að taka í orðræðum gáfaðra Íslendinga. En því miður tel ég ekki alla Alþingismenn tilheyra þeim hópi.
mbl.is Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Tottenham

Frábærar fréttir fyrir Tottenham. Það væri ekki gott á þessum tímapunkti að missa King í enn meiri meiðsli. Hann þarf að taka það rólega og byggja sig almennilega upp fyrir baráttuna framundan í úrvalsdeildinni.
mbl.is King yfirgefur enska landsliðshópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bresk nekt

Er ekki tilvalið fyrir íslensku bankana að kaupa þessa mynd. Bresk nekt í öllu sínu veldi.
mbl.is Nektarmynd fyrir 99 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpamenn

Ég held við ættum að nota rétt orð um einkavæðingu bankanna. Þeir voru afhentir glæpamönnum af siðspilltum stjórnmálamönnum. Siðspilling Framsóknarmanna í þessu máli er með þvílíkum endemum að þess verður minnst meðan Ísland er byggt. Og Finnur Ingólfsson...... þvílíkur spillingarrefur..... og glæ..........
mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta með deCode?

Hvernig er þetta eiginlega með deCode? Ætlar það fyrirtæki aldrei að rísa upp úr öskustónni?
mbl.is Bandarísk hlutabréf þjóta upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í lagi, svo lengi sem maður kemst upp með það

Já já. Þó Andri Óttarsson sé grandvar maður, þá er þetta sama sagan um spillta stjórnmálamenn. Svo lengi sem maður kemst upp með hlutina þá er allt í lagi. Ef að kemst upp um okkur strákar, ja þá biðjumst við bara afsökunar og málið dautt!! Ísland, gamla Ísland.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband